Heimsmálin: Hryðjuverkamennirnir í tónleikahöllinni fengu greitt fyrir illvirkið

Hryðjuverkamennirnir sem drápu að minnsta kosti 130 manns í Crocus tónleikahöllinni í Moskvu síðastliðið föstudagskvöld fengu sem samsvarar 750 þúsund íslenskar krónur hver fyrir verknaðinn. Ólíklegt er að þarna hafi verið um ISI liða að ræða. Þetta segir Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í þættinum Heimsmálunum í dag.

Í þættinum sagði Haukur að ástæður þess, að ólíklegt sé að um ISIS liða hafi verið að ræða, sé sú að það verklag sem þessir menn hafi stuðst við í voðaverkum sínum sé ólíkt því sem ISIS menn viðhafa. Í þættinum lýsti Haukur þeirri skelfilegu stundu þegar hryðjuverkamennirnir hófust handa við að drepa öryggisverði þegar þeir komu að tónleikahöllinni og hófu svo síðar árásir innan dyra. Í upphafi voru árásarmennirnir fimm en tveir áhorfenda í höllinni náðu að koma einum þeirra fyrir kattarnef þegar annar þeirra felldi hryðjuverkamanninn í jörðina þegar hann hlóð byssu sína á ný.

Hryðjuverkamennirnir áttu athvarf í Úkraínu

Haukur segir ljóst að mennirnir eigi sér vitorðsmenn en hryðjuverkamennirnir sjálfir voru handteknir á vegi sem liggur til Kiev höfuðborgar Úkraínu. Hann segir að þar sé tenging mannanna við Úkraínu og Pútín hafi haldið því fram. Mennirnir hafi greinilega átt að fá athvarf í Úkraínu eftir þessi skelfilegu voðaverk. Á hvers vegum þeir hafi verið sé erfitt að segja því það gæti verið um að ræða sellu manna sem greitt hafi verið af annari sellu sem síðan sé á vegum enn annarar sellu. Þannig hylji menn slóð sína.

Á áætlun að fremja hryðjuverkin fyrir forsetakosningarnar

Í þættinum kom einnig fram að talið hafi verið að hryðjuverkin hafi átt að fremja þann 8 mars eða fyrir forsetakosningarnar og upphaflega hafi markmiðið verið að skemma kosningarnar. Þá segir Haukur að það gæti einnig verið að hryðjuverkið hafi þann tilgang að reka fleyg á milli Kristinna og múslima í Rússlandi.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila