Heimsmálin í dag: Blokkir farnar að myndast um afstöðu til stríðsins á GAZA

Línur eru nokkuð farnar að skýrast hvað stöðu heimsmála varðar og er ástandið nú farið að minna á, að margra mati, á árið 1914 og 1939 þegar blokkir voru farnar að myndast um deiluaðilana í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir að þær blokkir sem nú séu að myndast séu norðvestrið gegn suðaustrinu.

„línuna má draga hjá mexikósk bandarísku landamærunum, það er að segja Norður Ameríka, Vestur Evrópa og svo liggur línan að Gíbraltar, inn í Miðjarðarhaf og endar svo í Norður Finnlandi sem er orðið NATO ríki. Í stuttu máli er þetta Norður Ameríka og Evrópusambandið gegn löndunum sem voru hlutlaus í mjög merkilegri atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu. Austur Evrópa, Suður Ameríka, Afríka og Asía það er að segja BRICS löndin sem eru komin þarna upp á móti vesturlöndum“ segir Haukur

Utanríkisráðherra ræður stefnu Íslands

Haukur bendir á að Bandaríkin styðji Ísrael skilyrðislaust í aðgerðum sínum og utanríkisstefna Íslands geri það einnig. Utanríkisráðuneytið undir forustu Sjálfstæðisflokksins virðist óháð völdum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og segir Haukur að það sé spurning hvort það verði síðar meir til vandræða í íslenskri stjórnsýslu hvernig framganga utanríkisráðuneytisins sé hvað varðar stríðið á Gaza. Fram kom í þættinum að ríkisstjórn Íslands sé ekki fjölskipað stjórnvald og því sé heimild til atkvæðagreiðslu um stuðningstillögur alfarið í höndum utanríkisráðherra á hverjum tíma. Öll Norðurlandaríkin nema Noregur hafi setið hjá í atkvæðagreiðslunni, eins og Ísland þegar tillaga Jórdaníu var til afgreiðslu.

Hann segir að staðan sé í stuttu máli ekki ólík því sem sé uppi í stríðinu í Úkraínu og til að mynda séu Bandaríkjamenn að dæla vopnum í stórum stíl til Ísrael sem síðan eru notuð í þeirri aðgerð sem Ísraelar kalla varnaraðgerð. Varnaraðgerð þar sem börn og saklausir borgarar týna lífi hundruðum og þúsundum saman.

Hamas liðar fara sínu fram án tillits til afleiðinga fyrir almenna borgara

Aðspurður um hvað varðar Hamas og hvort Hamas hafi ekki gert sér grein fyrir því að árás þeirra á saklausa borgara í Ísrael gæti leitt til mikilla hörmunga fyrir saklausa borgara á svæðinu segir Haukur að svo virðist að minnsta kosti ekki vera. Í það minnsta hafi verið farið í þessar árásir og nú sitji menn uppi með þá stöðu sem málin eru í núna.

Hlusta má ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila