Heimsmálin: Íslensk stjórnvöld sýna af sér tvískinnung í afstöðu sinni til stríðanna

Íslensk stjórnvöld sýna af sér tvískinnung með afstöðu sinni til stríðsins á Gaza annars vegar og stríðsins Úkraínu hins vegar. Það er ekki hægt að merkja samskonar samúð með íbúum á Gaza eins og í Úkraínu. Þetta segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í þættinum Heimsmálin.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist nýlega vopnahlés á Gaza svæðinu og að þessu sinni beittu stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki neitunarvaldi. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu sagði hinsvegar að ályktunin væri ekki bindandi sem gerir hana í raun marklausa. Við þessar aðstæður er spurning hvers vegna Bandaríkin beittu ekki bara neitunarvaldi eins oft áður.

Bandaríkin geta varla beitt sér gegn Ísrael

Hilmar segir að þessi afstaða Bandaríkjanna,sem tala jafnan fyrir að allar þjóðir fylgi svokallaðir „rule based international order“, sé skaðleg fyrir þann málstað. Svokallað „special relationship“ milli Bandaríkjanna og Ísrael virðist gera ómögulegt fyrir Bandaríkin að beita sér gegn Ísrael jafnvel þó aðgerðir ísraelskra hersins skaði hagsmuni Bandaríkjanna og minnki líkurnar á að Joe Biden ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna í nóvember 2024.

Ekki talað um bætur fyrir eignatjón á Gaza

Þá bendir Hilmar á að íslensk stjórnvöld sem hafi verið mjög hörð í stuðningi sínum við Úkraínu hafa aftur á móti verið tvístígandi í stuðningi sínum við íbúa á Gaza svæðinu. Ekki er t.d. talað um neina tjónaskrá fyrir Gaza svæðið þó það hafi að miklu leyti verið lagt í rúst og sé nánast óbyggilegt. Íslensk stjórnvöld hafa ekki samskonar samúð með íbúum a Gaza og borgara Úkraínu. Mannfallið verður aldrei bætt, en ekki er talað um neinar bætur fyrir eignatjón á Gaza.

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila