Heimsmálin: Ísrael hefði ekki getuna til að ráðast inn í Palestínu án aðstoðar

Ísrael hefði líklega ekki getuna til þess að ráðast inn í Palestínu án aðstoðar þar sem þeir hafa ekki nægan mannafla. Þetta var meðal þess sem fram kom í mála Bjarna Haukssonar þjóðfélagsrýnis í Heimsmálunum í stjórn Hauks Haukssonar í dag.

Bjarni segir að til þess að geta hertekið norðurpart Palestínu eins og Ísraelsher hefur gefið út að hann ætli sér að gera kosti það að minnsta kosti 100.000 fótgönguliða þarf með öllum þeim stuðningi sem þeim fylgi og varalið upp á að minnsta kosti 200.000 hermenn og er vandi Ísraelsmanna sá að þeir hafa einungis 300 þúsund hermenn virka svo það yrði engin eftir til þess að verja norður landamærin eða austurlandamærin.

Þetta þýði að Ísraelsher geti í raun ekki herfræðilega séð, fest sig á einhverjum einum vígstöðvum. Nú þegar séu göt á landamærunum við Líbanon svo hópur manna sem telur nokkra tugi eru komnir inn fyrir landamæri Ísrael þeim megin og halda sig þar í fjöllunum.

„Stóra málið er að ekki hefur orðið af innrásinni af því að Ísraelsher getur ekki herfræðilega séð unnið svona bardaga enda er Palestína nokkurs konar virki og allur hernaður á landi á svæðinu er virkjahernaður og þeir eru ekki með löngun né mannskap til þess að fórna þarna með blóðbaði „segir Bjarni.

Vilja ekki fórna eigin mönnum í átökunum

Því hafi Bandaríkjaher komið til sögunnar í þessari lotu stríðsins en það sé hins vegar ekki mikill vilji af hálfu Bandarískra hermanna til þess að fórna sér fyrir Ísrael sem eru tregir til að fórna eigin mönnum á taflborði átakanna.

Bjarni segir að þegar Hamas hafi gert árásina á Ísrael hafi hún verið framkvæmd á þann hátt að þeir hafi hörfað fjótt til baka með sinn búnað og það skapi ákveðna hernaðarlega óvissu innan Ísrael sem í raun veit þá ekki við hvað verið er að etja.

Hlusta má á ítarlegri greiningu Bjarna í spilaranum hér að neðan sem og sjá myndir og myndbönd frá átakasvæðinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila