Heimsmálin: Ísrael vissu að árásinni á sendiráð Íran yrði svarað

Ísrael vissi að árás þeirra á sendiráð Íran í Sýrlandi yrði svarað og líklega var tilgangur árásarinnar sá að reyna að afla samúðar þegar henni yrði svarað og koma Ísrael í betri stöðu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Haukssonar þjóðfélagsrýnis í þættinum Heimsmálin í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar í Moskvu.

Bjarni segir að vissulega hafi Ísraelsmenn fengið að hluta til þá samúð sem þeir bjuggust við að fá í formi stuðnings Bandaríkjastjórnar en samt sem áður hefur þessi aðgerð Ísraela misheppnast hörmulega því þegar henni var svarað afhjúpuðust veiku punktar Ísraels. Ástæðan er sú að Íranar eyddu því hernaðarlega skotmarki sem þeir ætluðu sér að eyða og þar með unnu Íranar taktískan sigur í þessari orrustu. Þá sé einnig um herfræðilegan sigur Írana að ræða því kostnaður Ísraela við varnirnar sem notaðar voru til að verjast árásinni var tífallt meiri en kostnaður Írana við árásina.

Ódýr vopn Írana notuð en dýrar varnir fyrir Ísrael

Bjarni bendir á að með þessu hafi Íranar sett upp aðstæður þar sem Ísraelar skutu niður tiltölulega ódýr vopn Írana og þannig upplifað nokkurs konar sigur af Ísraels hálfu sem hafi í raun og veru verið mikill ósigur. Segir Bjarni að Íran hefði geta gert mun öflugri árás á Ísrael sem Ísrael hefði ekki fengið neitt við ráðið en þarna hafi í raun litlu púðri verið eytt og því sé árásin í raun mikill sigur fyrir Íran.

Uppreisn gegn Natenyahu líkleg

Þetta vita Ísraelar innbyrðis og líklega verður afleiðingin sú að nú hefjist innanflokks uppreisn gegn Netanyahu forsætisráðherra Ísrael og að hægt og rólega verði honum bolað frá völdum og honum verði í raun kennt um þennan sigur Írana.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila