Heimsmálin: Ísraelar gætu einangrast ef þeir þurrka út Palestínu

Í Heimsmálunum í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hauk Hauksson fréttamann í Moskvu. Þeir ræddu um stöðu stíðsins í Miðausturlöndum og kom fram í þættinum að hætta sé á að Ísraelar verði einganguð þjóð ef þeir ætla að nota árásirnar sem Hamas gerði á Ísrael 7.október sem átyllu til þess að þurrka út Palestínu. Biden, Sameinuðu þjóðirnar og ESB knýja stríðsreksturinn áfram en viðhorf til Ísraela sé að breytast vegna framgöngu þeirra.

Haukur segir að rétt væri að þær þjóðir sem séu vinveittar Ísrael bentu Ísraelum á að framganga þeirra sé langt umfram það sem eðlilegt gæti talist sé miðað við aðstæður. Ljóst sé að þjóðum á Vesturlöndum ofbjóði framganga Ísraelshers á Gaza og það megi helst heyra á því að tóninn sé að breytast í garð Ísraela og þar með tóninn í þeim fréttaflutningi sem fluttur er af þeim atburðum sem eiga sér stað á Gaza.

Biden, Sameinuðu þjóðirnar og ESB knýa stríðsreksturinn áfram

Það sé hins vegar Evrópubandalagið, Sameinuðu þjóðirnar og stuðningur Biden við aðgerðir Ísraela sem knýr stríðsreksturinn áfram og ljóst sé að ef Ísraelsk stjórnvöld hefðu ekki stuðninginn þaðan þá myndi að sjálfsögðu fara að hægjast á átökunum. Ísraelar ætli sér hins vegar að herða á eftir vopnahléið sem nú sé lokið og treysta á stuðninginn áfram.

Djúpríkið og glóbalistar græða á átökunum

Áratugum saman hafi verið talað fyrir tveggja ríkja lausninni en komið sé í veg fyrir að sú lausn nái fram að ganga en þar standi í veginum djúpríkið, glóbalistar bæði í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum því að á meðan allt logi í átökum á þessum svæði fái stórfyrirtæki olíu í skiptum fyrir vopn. Þá séu ítök gyðinga í Bandaríkjunum afar sterk sem hafi mikil áhrif á þá stöðu sem uppi er.

Haukur bendir á að það veki athygli að það séu átök á Vesturbakkanum í ljósi þess að Hamas hafi ekki yfirráð á Vesturbakkanum. Þar séu Ísrealar að handtaka fólk og landnemar að ýta Palestínumönnum út af svæðinu. Slíkt athæfi sé brot á öllum alþjóðasamningum. Þetta fær að viðgangast vegna svika allra þeirra vestrænu diplómata við Palestínumenn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila