Heimsmálin: Ísraelsher missir landsvæði aftur í hendur Hamas

Í þættinum Heimsmálin í dag stjórnaði Haukur Hauksson fréttamaður umræðunni beint frá Moskvu. Gestur hans var Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir og ræddu þeir nýjustu vendingar í miðausturlöndum. Staða Ísraelshers hefur veikst til muna á undanförnum vikum og er nú orðin svo veik að Ísraelsher er farinn að missa landsvæði, sem hann áður hafði náð úr höndum Hamas, það er að segja Norður Gaza. Bjarni sagði að þetta kæmi ekki fram í meginstraumsfjölmiðlum samkvæmt ákveðimmi áætlun en þeir fjölmiðlar haldi uppi ákveðinni heimsmynd, hvort sem hún sé raunsönn eða ekki.

Ísraelsher að ögra Bandaríkjamönnum

Þá segir Bjarni að eina von Ísraelshers sé sú að Bandaríkjamenn sendi hermenn til aðstoðar og til þess að reyna að fá Bandaríska hermenn á svæðið hafi Ísraelsher meðal annars get loftárásir á Íran án þess að tilkynna sínum bandamönnum um þá fyrirætlan. Það hafi verið gert til þess að æsa upp ástandið í þeirri von að Bandaríkin komi með sína hermenn á svæðið. Bjarni segir að þarna sé Ísrael að spila mjög hættulegan leik því nú sé Ísrael bæði að ögra stjórnvöldum í Bandaríkjunum sem og stjörnvöldum í Íran.

Gæti snúist í kjarnorku árás

Í því ljósi ber að horfa til þess að Ísrael sé kjarnorkuveldi þó það sé ekki opinbert. Bjarni segir að þetta sé aðeins spurning um hvar kjarorkusprengjur þeirra séu og hvar þeim geti mögulega verið beitt. Ísraelsmenn hafi lengi verið með kjarnorkuáætlun og meðal annars var maður á sínum tíma sem greindi frá þeirri áætlun hafi verið settur í fangelsi og svo þegar hann var ný sloppinn út var hann settur inn aftur.

Hætta er á þar sem Ísraelsher sé orðinn aðþrengdur að kjarnorkuvopnum verði beitt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila