Heimsmálin: Netanyahu ætlar að útrýma Hamas og taka yfir Palestínu

Það er nokkuð ljóst að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael ætlar sér að útrýma Hamas og taka Palestínu yfir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í Heimsmálunum í dag en Haukur var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir bendir á að nú þegar hafi ógrynni af fólki týnt lífi í átökunum og stór hluti þar af séu börn. Þetta ástand muni halda áfram og þarna verði sprengt og fólk drepið á tíu mínútna fresti alveg fram yfir áramót að minnsta kosti. Á sama tíma geta íbúar Palestínu hvergi flúið því þeim sé ekki hleypt frá svæðinu þar sem Ísraelsher komi í veg fyrir það og Egyptar taka ekki á móti Palestínumönnum.

Ísraelsher hefur gengið of langt

Þá kom fram í þættinum að það sé einnig löngu ljóst að Ísraelsmenn geti ekki notað það lengur sem afsökun fyrir hernaði sínum að þeir séu að fást við hryðjuverkamenn enda séu þeir komnir langt fram úr sér í átökunum sem kosti mun fleiri saklausa borgara og börn lífið heldur en hryðjuverkamenn. Auk þess séu hryðjuverkamenn um allan heim og þjóðir fari ekki með heri sína inn í lönd til þess að berjast við hryðjuverkamenn með slíkum hætti.

Þá kom fram að erfitt hafi reynst að setja fram gagnrýni fram gagnvart Ísraelsmönnum því þeir grípi þá til þess ráðs að saka gagrýnendur sína um gyðingahatur þó ljóst sé að margir gyðingar sé á móti stríðsbrölti Ísraela.

Haukur segir að þarna séu Íraelar að nota bragð sem þeim hefur því miður gengið ágætlega hingað til að nota gegn gagnrýnendum sínum. Þarna sé ríkisstjórn Netanyahu einfaldlega að misnota hugtakið gyðingahatur og færa sér það í nyt og skapa sér sterkari stöðu. Haukur segir að þetta muni líklega valda því að stuðningur þeirra gyðinga sem hafi stutt Ísrael muni minnka og telur Haukur að þegar sé stuðningurinn að minnka.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila