Heimsmálin: Óvissa vegna hryðjuverkanna í Crocus tónleikahöllinni

Hryðjuverkaárásin sem gerð var á dögunum í Crocus tónleikahöllinni og umfjöllun um hana einkennast helst af upplýsingaóreiðu og hálfsannleik af hálfu meginstraums fjölmiðlanna. Þá er mikil skortur á því að farið sé rétt með staðreyndir. ISIS liðar hafa enga burði til að framkvæma slíkt hryðjuverk. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum í dag en í þættinum ræddi Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu við Bjarna Hauksson samfélagsrýni.

Í þættinum var meðal annars rætt um hvernig fjallað hafi verið um málið bæði í Morgunblaðinu og RÚV og segir Haukur það sérkennilegt hvernig því hafi strax verið haldið fram án nokkurrar dýpri skoðunar að ISIS hafi þarna verið að verki. Segir Bjarni að það sé einfaldlega ekki rétt og geti ekki verið rétt þar sem talsvert sé síðan gengið hafi verið til bols og höfuðs á samtökunum sem ekki hafi verið svipur hjá sjón síðan. Samtökin hafi eins og staðan sé í dag enga burði til þess að fremja hryðjuverk af þeirri stærðargráðu sem þarna var gert.

Árásarmennirnir með tengingar við Úkraínu

Bjarni bendir á að árásarmennirnir hafi ekki heldur ekki borið sömu einkenni eða sýnt hegðun sem ISIS séu þekktir fyrir, til að mynda hafi þeir við nánari skoðun ekki stundað það að fara í Moskur eins og ISIS menn séu þekktir fyrir að gera og sýna þannig trúarhita sinn. Líklegra sé að um sé að ræða einstaklinga sem beinlínis hafi verið fengnir til verksins og talsverðar líkur á að þeir hafi tengingar til Úkarínu enda hafi þeir verið á leið þangað þegar þeir voru teknir höndum.

Þá kom einnig fram í þættinum að þau ummæli Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra að verðir og lögreglumenn sem hafi verið í höllinni hafi verið óvopnaðir væru hreinn þvættingur enda Rússar þekktr fyrir sína öflugu öryggisgæslu.

Átti að koma höggi á Pútín

Fram kom einnig í þættinum að líkleg ástæða árásarinnar hafi verið sú að verið væri að gera tilraun til þess að koma höggi á Vladimír Pútín forseta Rússlands. Það hafi hins vegar ekki tekist en það sé enn þó verið að reyna að nýta þennan hræðilega atburð til þess.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila