Heimsmálin: Stefnir í þungan vetur hjá Úkraínumönnum – Staðan áhyggjuefni fyrir NATO

Í Heimsmálunum í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hauk Hauksson fréttamann í Moskvu um nýjustu fréttir frá Úkraínu og Bandaríkjunum. Það stefnir í þungan vetur hjá Úkraínumönnum og þá ekki aðeins í veðurfarslegum skilningi heldur vegna þess að stuðningur við þá hefur minnkað gífurlega. Nú er einnig orðið óvíst um stuðning frá Bandaríkjunum því þar er þörf á að Bandaríkjamenn verji eigin landamæri vegna gífurlegs fjölda flóttamanna.

Haukur segir að repúblikanar skilyrði samþykkt sína um stuðning við Úkraínu á þann veg að demókratar samþykki að hert verði á gæslu á bandarískum landamærum. Haukur segir sennilega ekki vanþörf á að herða gæslu við landamærin enda sé staðan í stórum frægum borgum Bandaríkjanna og jafnvel Washington orðin sú að þar megi sjá flóttafólk á víð og dreif hafast við í tjöldum í alls konar veðrum og þetta fólk hafi hvorki mat né salernisaðstðu. Við þetta blandist svo fjöldinn allur af heimamönnum sem hafast við á götunni eins og fíklar og því megi segja að ástandið sé í raun orðið alveg skelfilegt.

Ástandið orðið skelfilegt í Vestur-Evrópu

Sama ástand sé einnig orðið viðvarandi í Vestur Evrópu og sé síst betra þar. Þá bætir ekki úr skák að herir landa Evrópu hafa veikst verulega því löndin sem hafa stutt Úkraínu hingað til hafa sett mest allt magn skotfæra og hergagna hafa farið í stríðið í Úkraínu.

Skipulagsleysi innan NATO

Haukur segir það nokkuð merkilega stöðu því það komi nokkuð á óvart að ekki stærra stríð en það sem nú geysi í Úkraínu hafi tekist að veikja heri Evrópulanda þetta mikið, sérstaklega í ljósi þess að þar innan um séu lönd sem séu innan NATO. Staðan sýni mikið skipulagsleysi hjá NATO og hljóti að vera mikið áhyggjuefni fyrir NATO.

Haukur segir að yfirlýsingar þeirra sem hafa stutt Úkraínu og segjast með stuðningi sínum vera að verja Evrópu gagnvart Rússum, sé ákveðin mantra sem sé hentug fyrir þessa sömu stjórnmálamenn að geta flaggað í viðtölum í sjónvarpi. Það sé hinsvegar líklega ekki svo að þeir telji raunverulega hættu á því að Rússar reyni að ráðast á önnur lönd í Evrópu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila