Heimsmálin: Stríðið á Gaza farið að minna á Víetnamstríðið

Stríðið á Gaza er ekki hefðbundið stríð enda eru ekki tveir herir sem eru að takast á heldur er þarna mjög stór þungvopnaður her sem er að berjast á móti hernaðararmi Hamas auk smærri hópa sem ekki eru með þungavopn heldur léttari vopn og því ójafnvægið talsvert á milli aðila. Þetta segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og fyrrverandi formaður félagsins Ísland Palestína en hann var viðmælamdi Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum í dag.

Sveinn segir að þá sé það svo að mannafjöldi hersins sé gríðarlegur en hann telji um hálfa milljón hermanna og hafi að auki varaherinn verið kallaður út og því sé stríðið farið að minna á Víetnamsstríðið. Þá sé Ísraelsher mjög vel búinn vopnum , meðal annars frá Bandaríkjunum auk þess að vera búnir mjög fullkomnum njósnabúnaði.

Afhverju réðst HAMAS á Ísrael 7. október

Aðspurður um hvers vegna Hamas hafi ráðist á Ísrael 7.október síðastliðinn og hvað þeir vilji ná fram segir Sveinn að auðvitað sé það hryllilegt sem þar hafi verið gert gagnvart óbreyttum borgurum og tekur fram að Ísland Palestína hafi fordæmt morðin á saklausu fólki.
Hann segir að þegar sé talað um Hamas verði að taka það með í reikninginn að Hamas sé margt annað en hernaðararmur og að hernaðararmurinn sé í raun alveg sjálfstæður sem taki sínar ákvarðanir sjálfur og sé ekki hluti af stjórnmálaarmi Hamas og lúti ekki stjórn stjórnmálaarmsins. Þær ákvarðanir sem hernaðararmur Hamas tekur eru aldrei bornar undir leiðtoga stjórnmálaarmsins.

Árásin á Ísrael var lengi í undirbúningi

Sveinn segir að þær aðgerðir sem Ísraelsmenn fóru í strax í kjölfar atburðanna 7.október séu ekki aðgerðir sem hafi verið hristar úr erminni heldur hafi þær augljóslega verið lengi í undirbúningi. Herinn hafi nýtt þarna tækifærið til þess að ráðast inn á Gaza og hafi í raun hagnýtt sér árás Hamas sem átyllu fyrir þeirri innrás.

Hann segir að meginstefna Ísraels sé í raun sú að halda Palestínumönnum niðri alveg saman hvort Hamas eða önnur stjórnmálasamtök eigi í hlut.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila