Heimsmálin: Þýski flugherinn átti að sprengja brúna á Krímsskaga- Olaf Scolz í vandræðum

Afar vandræðalegt mál hefur komið upp í Þýskalandi þar sem gagnaleki kemur upp um áætlanir háttsettra yfirmanna innan Þýska flughersins um að sprengja brúna yfir Krímsskaga. Yfirmenn þýska flughersins fóru á bak við Olaf Scholz kanslara. Þetta kom fram í þættinum Heimsmálin en í þættinum ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hauk Hauksson fréttamann í Moskvu.

Aðdragandi málsins er sá að Rússar náðu að hlera samskipti yfirmanna Þýska flughersins þar sem þeir ræddu á samskiptamiðlum um þessa áætlun og ljóst er á samskiptunum að þeir væri að fara á bak við Olaf Scholz kanslara sem er æðsti yfirmaður hersins.

Þjóðverjar ætluðu að beina athyglinni frá sér

Haukur segir að í samskiptunum sem séu 38 mínútur að lengd komi einnig fram hvernig yfirmennirnir í hernum ræða sín á milli hvernig hægt sé að framkvæma aðgerðina með þeim hætti, að grunur beinist ekki að Þýskalandi verði þær framkvæmdar.

Óljósar afleiðingar fyrir þýsk stjórnmál

Málið þykir afar vandræðalegt fyrir kanslarann sem hefur neitað að senda hergögn til Úkraínu en eins og málin standa er uppi afar flókin pólitísk staða sem geti haft mjög miklar afleiðingar innan stjórnmálanna í Þýskalandi. Enn sé allt á huldu hvort varnarmálaráðherra landsins hafi vitað af þeirri áætlun sem yfirmenn flughersins hafi haft í hyggju að framkvæma.

Var þetta tilraun til valdaráns?

Haukur segir að málið sé mikill skandall innan þingsins og hafa menn meðal annars velt því fyrir sér hvort þarna sé um valdaránstilraun að ræða af hálfu yfirmanna hersins og hvort þetta sé tilraun til þess að reyna að koma honum frá völdum.

Ætluðu að ráðast á innviði Rússlands

Fram kemur í þeim upplýsingum sem Rússar komust yfir að herforingjarnir ræði um að þeir þurfi um 20 Taurus flaugar til þess að framkvæma verkið og ræða einnig um að ráðast á aðra innviði og þá lengra inn í Rússlandi, til dæmis skrifstofur lögreglu, hers og varnarmálaráðuneyti Rússlands.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila