Heimsmálin: Torvelt að semja um stríðslok í Úkraínu

Það verður erfitt að ná samningum um stríðslok í Úkraínu og er það helst vegna þriggja ágreiningsefna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum í dag.

Í þættinum kom fram að ekki sjái fyrir endann á stríðiðinu í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022. Átta árum áður hafði Krímskaginn innlimaður inní Rússland. Erfitt verður að semja um stríðslok meðal annars af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi hefur Rússland tekið töluvert land af Úkraínu (um 20 prósent af landinu) sem stjórnvöld í Rússlandi vilja ekki skila á meðan Úkraínumenn vilja allt sitt land til baka. Í örðru lagi vill Rússland að Úkraína verði hlutlaust ríki, en Úkraína vill verða aðildarríki bæði í NATO og ESB. Í þriðja lagi vill Úkraína stríðsskaðabætur sem Rússland vill ekki inna af hendi. Það er engin lausn í sjónmáli varðandi þessi þrjú ágreiningsmál. Stríðið heldur því áfram.

Skiptar skoðanir á inngöngu Úkraínu í Nato

George W. Bush þáverandi forseti Bandaríkjanna stóð fyrir því á leiðtogafundi NATO Búkarest í Apríl 2008 að ályktað var að Úkraína skyldi ganga í NATO. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, sem voru á þessum fundi voru bæði andvíg þessum fyrirætlunum, því þau óttuðust viðbrögð Rússa. Það lá því fyrir á þessum fundi að Úkraína fengi ekki aðild þar sem öll aðildarríki þurfa að vera sammála komi til stækkunar NATO.

Bill Clinton viðurkennir mistök

Nú 16 árum síðan er Úkraína enn ekki komin í NATO, en stríð hefur nú staðið yfir innan landamæra Úkraínu í meira en tvö ár með skelfilegri eyðilegginu og manntjóni og engan endi sér á. Þess má svo líka geta að árið 1994 lét Úkraína af hendi öll sín kjarnorkuvopn til Rússlands undir þrístingi frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Bill Clinton hefur nú opinberlega viðurkennt að þetta hafi verið mistök.

Úkraína er stórt land, yfir 600 þúsund ferkílómetrar, sem á um 2000 kílómetra löng austurlandsamæri að Rússlandi og hafði fyrir stríð mikinn aðgang að Svarta hafinu. Auk þess er landið auðlindaríkt. Vegna legu sinnar er landið mikilvægt fyrir öryggi Rússlands, kannski álíka mikilvægt fyrri Rússland og Kanada eða Mexíkó er í tilviki Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó eiga löng norður og suður landamæri við Bandaríkin.

Rússar vilja ekki Úkraínu í Nato

Rússnesk yfirvöld hafa alltaf andmælt fyrirætlunum um að Úkraína fari í NATO, en viljað þess í stað Úkraínu sem hlutlaust ríki. Í austur hluta Úkraínu er mikill fjöldi rússneskumælandi íbúa sem skapaði eldfimt ástand innanlands. Rússland hefur nú innlimað talsverðan hluta þessa svæðis eða um 20% af landinu öllu. Auðveldara er að innlima þessa svæði en vesturhluta Úkraínu þar sem Úkraínumenn eru í meirihluta.

Margir eru samt þeirrar skoðunar á vesturlöndum að Úkraína, sem sjálfstætt ríki, eigi rétt á því að ákveða sjálf á lýðræðislegan hátt hvernig landi tengist alþjóðasamfélaginu og stofnunum þess, t.d. NATO og ESB. En það breytir ekki því að það er vandasamt að lifa í nágrenni við stærra land og Úkraína hefur fengið að finna fyrir því.

Macron vill senda hermenn til Úkraínu

Nýlega viðraði forseti Frakklands, Emmanuel Macron, þá hugmynd að senda hermenn inní Úkraínu. Þetta vakti mikla athygli enda er Frakkland eitt af stofnríkjum NATO. Sumir leiðtogar NATO ríkja t.d. Olaf Scholz, Kanslari Þýskalands hefur hinsvegar útilokað senda hermenn inní Úkraínu væntanlega af ótta við stigmögnum stríðsins og hugsanlega heimstyrjöld. Forsætisráðherra Eistlands hefur hinsvegar vill ekki útiloka neitt í þessum efnum.

Úkraína í miklum erfiðleikum

Undanfarið hefur hallað undan fæti fyrir Úkraínu í stríðinu við Rússland. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er sagður hafa sagt öldungadeild Bandaríkjanna í heimsókn sinni til Washington DC í September 2023, að ef Úkraína fái ekki frekari aðstoð frá Bandaríkjunum (um 60 milljarða Bandaríkjadala) muni Úkraína tapa stríðinu við Rússland. Þetta hefur verið staðfest að leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni Chuck Schumer.

Zelensky hefur auk þess varað við að „milljónir muni deyja“ án aðstoðar Bandaríkjanna. Það vekur þó athygli að hann telur að dauðsföll úkraínskra hermanna frá því að stríðið hófst sé um 31.000 sem þykir lág tala og ótrúverðug.

Þessi frétt er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem nálgast má í heild ásamt skýringarmyndum með því að smella hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila