Heimsmálin: Úkraínuher sprengir innan Rússlands

Úkraínuher er farinn út af sporinu og er nú farinn að herja á staði sem ekki teljast hafa hernaðarlegt gildi og því eru saklausir borgarar lagðir í mikla hættu. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum en þar ræddi Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu við Bjarna Hauksson þjóðfélagsrýni.

Haukur segir þessi skotmörk Úkraínuhers vera meðal annars skóla, sjúkrahús, leikvelli, barnaheimili og fótboltavelli. Þetta þýði að í þessu stríði séu hernaðarleg skotmörk farin að skipta mun minna máli og nú séu óbreyttir borgarar í hinum ýmsu borgum Rússlands sem verða fyrir þessu árásum orðnir að skotmörkum.

Nasty Surprise

Haukur bendir á að þetta komi heim og saman við það sem Victoria Nuland aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur látið frá sér fara en hún hefur meðal annars sagt Rússa geta átt von á því sem hún kallar nasty surprise eða óvæntar kvikindislegar uppákomur. Haukur segir að samkvæmt þessum ummælum hennar virðist hún telja fullkomlega eðilegt að saklausir almennir borgarar séu drepnir með köldu blóði.

Litið á almenna borgara í Rússlandi sem óvini

Bjarni segir að ummæli hennar beri frekar vott um að hún telji hinn almenna Rússa vera óvin sem beri að útrýma og því sé ekkert til sem heiti almennir borgarar í Rússlandi. Þetta sé í hennar huga allt óvinveitt fólk og það beri að haga hernaðinum samkvæmt því.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila