Heimsmálin: Úkraínustríðið og óvissan framundan

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri

Í heimsmálunum ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri meðal annars um þróun Úkraínustríðsins, nýlegar deilur Úkraínu við Visegrád löndin, þ.e.: Pólland, Slóvakíu og Ungverjaland. Óvissuna á Bandaríkjaþingi um áframhaldandi aðstoð við Úkraínu. Skort á hefðbundnum vopnum frá Vesturlöndum og hugsanlega framvindu stríðsins.

Fram kom að engir samningar í sjónmáli um stríðslok í Úkraínu. Stríðið í Úkraínu er þess eðlis að mjög erfitt er að stöðva það eftir að það er einu sinni farið í gang. Í samtali Hilmars og Péturs kom fram að með tímanum gætu nú líkurnar á að Úkraína reyni að draga Vesturlönd beint inní stríðið aukist. Líkurnar aukast ef Úkraínu tekst ekki að hrekja Rússa af sínu yfirráðasvæði á næstunni. Þar með gæti orðið heimstyrjöld. Líkurnar á notkun kjarnorkuvopna færi vaxandi í kjölfarið.

Nýlegar deilur Úkraínu við nágrannaríki um korn innflutning og áframhaldandi hernaðaraðstoð

Í samtali Hilmars og Péturs kom fram að Pólland, Slóvakía og Ungverjaland hafa bannað innflutning á korni frá Úkraínu. Öll þessi ríki hafa austur landamæri við Úkraínu. Úkraína hefur kvartað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þessi uppákoma sýnir að hvert land hugsar fyrst of fremst um sína eigin hagsmuni. Spennan milli Visegrád landanna og Úkraínu fer vaxandi.

Breytingar á ríkisstjórn Slóvakíu

Eftir nýlegar kosningar í Slóvakíu þar sem flokkur fyrrum forsætisráðherra, Robert Fico, vann sigur, eru líkur á að mynduð verði stjórn sem hefur minni áhuga á að styðja Úkraínu hernaðarlega í framtíðinni og jafnvel hætta öllum slíkum stuðningi. Vandamálið er einnig að Slóvakía eins og fleiri lönd hefur gefið þau vopn sem landið hefur aflögu þar á meðal MiG-29 orustuþotur.

Ungverjaland vil friðarsamninga

Ungverjaland hefur lengi talað fyrir friðarsamningum frekar en hernaðarlausnum og hefur forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, haldið því fram að Úkraína geti ekki unnið stríðið með eigin hermönnum þó landið fái vopn frá Vesturlöndum. Vesturlönd hafa ekki gefið varnaðarorðum Orbán gaum þó Ungverjar hafi mikla þekkingu á þessum heimshluta og margir Ungverjar búi í Úkraínu. Þess í stað hafa stjórnvöld í Ungverjalandi verið ásökuð að ganga erinda Rússa.

Pólverjar telja að stríðið breiðist út

Stjórnvöld í Póllandi sem hafa verið meðal dyggustu stuðningsaðila Úkraínu hafa líka látið í ljós efasemdir um að senda meira af vopnum til Úkraínu. Þetta gerðist í kjölfar deilna milli landanna vegna banns á korninnflutningi frá Úkraínu til Póllands. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawieckitells, sendi forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, skilaboð í fjölmiðlum „never insult Polish people again“ eftir ræðu Zelenski hjá Sameinuðu þjóðunum nýlega. Stjórnvöld í Póllandi hafa sagt að nú muni þau beita sér að uppbyggingu síns eigin hers og má túlka það svo að þau telji vaxandi líkur á að stríðið breiðist út og að þau þurfi að undirbúa sinn eigin her fyrir átök.

Eystrasaltsríkin og Pólland og aðild að NATO frekar en Evrópusambandinu?

Eystrasaltsríkin og Pólland hafa alveg frá leiðtogafundi NATO í Búkarest 2008 eindregið stutt aðild Úkraínu að NATO. Þetta var staðfest í nýlegu viðtali við George W. Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna. Þetta gerðu þau þvert á viðvaranir frá Þýskalandi og Frakklandi.

Eystrasaltsríkin og Pólland hafa hugsanlega frekar stutt aðila Úkraínu að NATO en að Evrópusambandinu til þess að tapa ekki styrkjum frá ESB ef Úkraína verður aðildarríki. Uppbygging Úkraínu yrði mjög fjármagnsfrek og tæki líklega styrki frá þessum löndum sem eru með miklu hærri verga landsframleiðslu á mann en Úkraína og því er líklegt að Úkraína fengi forgang við úthlutun styrkja frá ESB í framtíðinni ef hún fær ESB aðild.

Alþjóðabankinn, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að tjón í Úkraínu fyrsta ár stríðsins hafi numið 411 milljörðum Bandaríkjadala. Ekkert hefur heyrst meira um tjónaskrána sem rædd var á fundi Evrópuráðsins í Reykjavík á þessu ári. Ráðstefna sem talið er að hafi kostað tvo milljarða þó ítarlegar kostnaðarupplýsingar hafi ekki sést.

Óvissa um afgreiðslu frekri stuðnings frá Bandaríkjunum til Úkraínu

Í samtali Hilmars og Péturs kom fram að Bandaríkjaþing samþykkti nýlega bráðabirgðafjárlög fyrir Bandaríkin í 45 daga. Framlög til Úkraínu sem nú er deilt um voru ekki í þessum bráðsbirgðafjárlögum þingsins.

Kevin McCarthy settur af sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í vikunni og óvissa er um frekari fjárstuðning við Úkraínu frá Bandaríkjunum. Beiðni Biden-stjórnarinnar um 24 milljarða dollara um nýja heraðstoð, sem lögð var fyrir þingið í sumar, er nú í óvissu.

McCarthy hafði áður látið í ljós efasemdir um aðstoðina við Úkraínu “Our members have a lot of questions, especially on the accountability provisions of what we want to see with the money that gets sent.” Áætlað hefur verið að núverandi „brennsluhraði“ Úkraínu á búnaði og skotfærum auk viðhalds í átökum við Rússland sé um 2,5 milljarðar dollara á mánuði. Mikið af fjármagni til að standa undir þessu kemur frá Washington, D.C.

Skortur á vopnum í Vesturlöndum

Skortur á skotfærum (e. ammunition) er vaxandi vandamál hjá Vesturlöndum og erfitt að auka framleiðslugetuna í tíma. Rússar gætu séð það sem tækifæri til að ná yfirráðum yfir stærra landsvæði í Úkraínu. T.d. til að taka hafnarborgina Odessa sem er við Svartahafið og Karkiv sem er í norð-austur Úkraínu. Búast má við gagnsókn Rússlands komandi vetur og áframhaldandi árásum á borgir víða um Úkraínu. Rússar búa að því að hafa fengið mestan hluta af hefðbundnum vopnum Sovétríkjanna fyrir utan að Vesturlönd beittu sér fyrir því með svokölluðu Budapest Memorandum 1994 and Rússland fengi öll kjarnorkuvopn Sovétríkjanna.

Í samtali Hilmars og Péturs kom fram að svokallaðri vor gagnsókn (e. counteroffencive) Úkraínu seinkaði sem þýddi að Rússar gátu á meðan byggt upp varnir meðal annars með þéttum jarðsprengjubeltum, skurðum og svokölluðum „dragon teeths“ sem drógu verulega úr sókn Úkraínumanna. Það vekur athygli að Vesturlönd auglýstu þessa gagnsókn með nokkurra mánaða fyrirvara sem Rússar nýttu sér og nú er nú auglýst í helstu fjölmiðlum heims að Vesturlönd sé um verða búinn með hefðbindin vopn sem þau geta séð af til Úkraínu. Nú í okróber má búast við að rigningatímabil hefjist í Úkraínu sem þýðir meðal annars að erfitt verður fyrir Úkraínumenn að beita þungavopnum eins og skriðdrekum sem þeir fengu frá Vesturlöndum og vega 60 til 70 tonn stikkið.

Vopnakaup sem aldrei fyrr

Vesturlönd kaupa nú vopn aðallega frá Bandaríkjunum sem aldrei fyrr. NATO ríki verða nú að ná því markmiði að eyða minnst 2% af vergri landsframleiðslu til hernaðaruppbyggingar. Það er meira en heildarframlög Evrópusambandríkja til sameiginlegra fjárlaga ESB. Þetta kemur á sama tíma og mörg ríki Vesturanda, þar á meðal stærsta hagkerfi ESB, Þýskaland, glímir við efnahagssamdrátt sem að miklu leyti má rekja til Úkraínustríðsins. Þetta mun svo leiða til samdráttar í útgjöldum til félagsmála, loftslagsmála, o.s.frv.

Hverjum verður svo kennt um?

Í þættinum kom fram að líklegt er að spenna fari vaxandi milli Úkraínu og Vesturlanda um hverjum er um að kenna að gagnsókn (e. counteroffencive) Úkraínumanna skilaði minni árangri en vonast hafði verið til.

Úkraínumenn munu líklegt kenna því um að þeir hafi ekki fengið næg vopn og ekki nógu fljótt. „Too little too late.“ Ef Vesturlönd telja sig sjá betur og betur að Úkraínu getur ekki unnið fullnaðarsigur mun með tímanum skapast pressa á einhverskonar samninga um stríðslok þó slíkt sé ekki í sjónmáli strax. Hætta er á að Rússar nái undir sig stærri hluta af Úkraínu en nú er sérstaklega ef dregur úr hernaðaraðstoð frá Vesturlöndum og þá skipta Bandaríkin mestu máli.

Það er líka mögulegt að stríðið endi með Frozen conflict þar sem víglínan festist að mestu og hvorki Rússar né Úkraínumenn treysta sér að sækja áfram. Slíkt ástand gæti orðið óstöðugt og átök blossað upp aftur hvenær sem er. Við slíkar aðstæður kæmi NATO aðild Úkraínu varla til greina og ESB aðild ekki heldur. Hvorki ESB eða NATO kæra sig um aðildarríki með óviss landamæri.

Áframhaldandi stríð líklegt í 2 til 3 ár

Í þættinum kom fram að stríðið mun halda áfram hugsanlega í 2 til 3 ár í viðbót. Engir samningar í sjónmáli. Stríðið í Úkraínu er þess eðlis að mjög erfitt er að stöðva það eftir að það er einu sinni farið í gang. Þrjú mál sem eru sérstaklega erfið til úrlausnar eru (i) deilur um yfirráð yfir landi sem Rússar hafa tekið (nú ca. 20 til 25% af Úkraínu), (ii) deilur yfir stöðu Úkraínu sem lands að stríði loknu þ.e. aðild að NATO og ESB, og (iii) deilur um skaðabætur. Þar við bætist að ekkert traust er á milli Vesturlanda og Rússlands.

Með tímanum aukast líkurnar á að Úkraína reyni að draga Vesturlönd beint inní stríðið. Þar með væri komin heimstyrjöld. Líkurnar á notkun kjarnorkuvopna færi þá vaxandi í kjölfarið.

Hlusta má á viðtalið við Hilmar Þór hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila