Heimsmálin: Vopnin að klárást hjá bandalagsþjóðum Úkraínu

Staða Úkraínu er orðin afar erfið því nú eigi þær þjóðir sem stutt hafa við bakið á Úkraínu í stríðinu við Rússa afar lítið eftir af skotfærum sem þær geti séð af. Þetta var meðal þess sem fram hjá Hilmari Þór Hilmarssyni prófessors við Háskólann á Akureyri í þætti Péturs Gunnlaugssonar þar sem fjallað var um alþjóðamálin.

Fram kom hjá Hilmari að það virðist vera komin þreyta í Vesturlönd sem sum eigi fullt í fangi með eigin vandamál og svo eru vopn sem Úkraína þarf nú af skornum skammti í vopnabúrum Vesturlanda. Úkraína
geti ekki varið sig með dollurum eða evrum, hún þurfi vopn sem varla séu til lengur nema í litlu magni. Svo er tíminn er ekki að vinna með Úkraínu sem er mun fámennara land en Rússland. Auk þess gengur Úkraínu nú illa að manna herinn og deilur hafa verið á milli Zelenskí og æðsta yfirmanns hersins sem nú hefur verið skipt út.

Rússar vilja bíða fram yfir kosningarnar í Bandaríkjunum

Líklegt er að mati Hilmars að rússnesk yfirvöld vilji bíða fram yfir forsetakosningar í Bandaríkjunum sem
verða í nóvember á þessu ári áður en hugsanlega verði samið um stríðslok. Nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum í janúar 2025. Þangað til er líklegt að Rússland reyni að ná þeim svæðum í austur og suður Úkraínu þar sem rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta eða eru a.m.k. fjölmennir.

Rússar stækka landssvæði sitt í Úkraínu

Rússar ráða nú um 20 prósent af Úkraínu en hætta er á að yfirráðasvæði þeirra gæti orðið stærra, jafnvel 40 prósent. Stóra spurningin er nú hvort Úkraínumenn geti komið í veg fyrir frekari landvinninga Rússa? Þá sé það spurning hvað Vesturlönd ætli til dæmis að gera ef Rússar taka Kharkiv og Odessa og stefni svo á höfuðborg Úkraínu Kiev? Vestrænir leiðtogar eru farnir að tala um hættuna á að eftir nokkur ár muni Rússar ráðast á NATO ríki og þá eru Eystrasaltsríkin; Eistland, Lettland og Litáen, oftast nefnd.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila