Heimsmálin: Yfirskrift öryggisráðstefnunnar í Munchen bein hótun gagnvart Rússlandi

Yfirskrift öryggisráðstefnunnar í Munchen í Þýskalandi sem er Loose Loose og útleggst á Íslensku sem Tapið Tapið er bein hótun gagnvart Rússlandi. Þetta þýði að ráðist verði á Rússland vinni þeir stríðið. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin í dag en í þættinum ræddi Haukur Hauksson við Bjarna Hauksson þjóðfélagsrýni.

Bjarni segir að yfirskriftin þýði að ef einn aðilinn tapi þá muni hinn aðilinn líka tapa og að þarna sé augljós skírskotun til stríðsins í Úkraínu. Málið sé hins vegar það að þar sé Úkraína komin að því að tapa stríðinu þar sem bandamenn þeirra geti ekki lengur vopnað Úkraínska herinn.

Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn

Bjarni segir að þetta geti þýtt, ef Rússar vinni stríðið þá muni aðrar þjóðir sjá til þess að þeir muni einnig tapa stríðinuþ Það hljóti að þýða að það verði ráðist á Rússa með einhverjum hætti. Í raun þýði yfirskriftin auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.

Hvað var Bill Browder að gera á öryggisráðstefnunni

Þá segir Bjarni áhugavert að menn eins og Bill Browder sem hafi áður verið umsvifamikill kaupsýslumaður með vafasama fortíð en sé nú í raun bara rithöfundur geri sig gildandi á öryggisráðstefnunni og fer með fjálglegar yfirlýsingar gagnvart Pútín. Ástæðan sé líklega sú að hann sé undir hælnum á skuldunautum sínum á Wallstreet sem hafi fjárfest hjá honum og tapað miklu fé. Því verði hann að beita stöðugum þrýstingi til þess að halda stöðugt þeirri ímynd uppi hvað hann sjálfur og skuldunautar hans séu góðir meðan Pútín sé vondi aðilinn.

Þá sé það svo að Browder vilji láta gamla drauma verða að veruleika um að rústa Rússlandi og því sé í raun ekkert skrítið að hann reyni allt til þess að grafa undan Pútín forseta.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila