Heitir því að slíta samskiptum við World Economic Forum – glóbalistasamtökin draga til sín heilbrigðisyfirvöld

Glóbalistasamtökin World Economic Forum tóku upp samstarf við heilbrigðisyfirvöld í Alberta, AHS, meðan á heimsfaraldrinum stóð. Danielle Smith, leiðtogi Alberta, segir í viðtali við Western Standards að þessu fráleita samstarfi þurfi að ljúka hið fyrsta.

Heilsuþjónustan skrifaði undir samning við World Economic Forum

Nýi leiðtogi ríkisstjórnarinnar í Alberta, Danielle Smith, var í viðtali við Western Standards og ræddi m. a. hvernig heilbrigðisyfirvöld tóku á covid-faraldrinum. Að sögn Smith fékk heilbrigðisþjónustan í Alberta háa upphæð til að stjórna í veirufárinu og þess vegna ber stofnunin einnig mikla ábyrgð á því sem gert var:

„Ég verð að segja að ég held að Heilsuþjónustan í Alberta sé uppspretta margra vandamála sem við áttum við að glíma. Hún skrifaði undir nokkurs konar samstarf við World Economic Forum í miðjum heimsfaraldrinum. Við verðum að takast á við það.“

Lesa má um málið á heimasíðu Heilsuþjónustu Alberta AHS. Í júlí 2020 bauð World Economic Forum AHS að ganga til liðs við Alheims samstarf um verðmætamiðaða heilbrigðisþjónustu „Global Coalition for Value in Healthcare“, þar sem Heilsuþjónustuan fengi tækifæri til að „móta framtíð heilbrigðisþjónustu á alþjóðavettvangi.“ Stofnunin skrifaði:

„Þessi viðurkenning er fjöður í hatt AHS… Markmið alheims samstarfsins er að flýta fyrir umbreytingu í átt að verðmætamiðaðri heilsugæslu.“

Við erum fólk – ekki QR-kóðar

Richard Lewanczuk, yfirlæknir sagði í yfirlýsingu að „með þessari aðild getum við verið í fremstu röð á alþjóðavettvangi.“ En Danielle Smith er alls ekki ánægð með þetta samstarf. Henni finnst það fáránlegt og segir að því verði að ljúka og lofar því, að nokkuð slíkt muni aldrei gerast aftur. Hún segir að skipta verði um stjórn Heilsuþjónustunnar:

„Hvers vegna í ósköpunum ættum við að hafa nokkuð með World Economic Forum að gera? Þessu hlýtur að ljúka. Þeir sögðu, að við gætum treyst þeim. Við gerðum það. Þeir sviku okkur og þeir verða að bera á því ábyrgð.“

Hún hyggst einnig hreinsa QR kóða gagnagrunninn.

„Ég hef lagt fram beiðni um það. Við erum fólk, ekki QR kóðar. Ég vil aldrei aftur lenda í því, að veitingastaður biður um að fá að sjá bólusetningarstöðu mína til að athuga, hvort ég eigi að fá að komast inn.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila