Helmingur smáfyrirtækja í Evrópu eiga á hættu að verða gjaldþrota innan eins árs

Lokunaraðgerðir yfirvalda vegna kórónuveirunnar hafa yfignæfandi neikvæð áhrif á efnahaginn.

Í skýrslu McKinseys um afkomu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu er dregin upp afar dökk mynd af framtíð fyrirtækjanna í Evrópu og varað við því að a.m.k. helmingur þeirra verði gjaldþrota á næsta ári ef tekjur halda áfram að dragast saman. Í könnun McKinsey var ástand 2.200 lítilla og meðalstórra ríkja könnuð í fimm stórum löndum: Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. Kemur berlega í ljós að kórónufaraldurinn hefur leikið litlu fyrirtækin afskaplega grátt en lítil og meðalstór fyrirtæki eru dráttarklár efnahagslífsins í nær öllum löndum.

Lönd sem nú grípa aftur til harðra aðgerða eins og lokunar veitinga- og samkomustaða, skóla og fyrirtækja til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits munu leggja á ný auknar byrðar á lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta orðið svo þungar að helmingur fyrirtækjanna lifir ekki af. 20% af fyrirtækjunum á Ítalíu og Frakklandi stefna í gjaldþrot á næstu sex mánuðum. Lítil og meðalstóru fyrirtækin skapa atvinnutækifæri um tvo þriðjuhluta vinnumarkaðarins og framleiða um heldming efnahagsverðmæta á ársgrundvelli. Áframhaldandi hrun smáfyrirtækjanna er sterk viðvörun um að efnahagslífið mun ekki rétta úr sér í V-beygju eins og margir óska heldur mun tíminn verða mun lengri.

„Faraldurinn hefur lent illa á fyrirtækjum í Evrópu og segjast allt að 80% þeirra framleiða minna. Hærra hlutfall fyrirtækja á Ítalíu og Spánis segja það sama sem endurspeglar lokunaraðgerðir og alvöru faraldursins í þessum löndum,“ skrifar Bloomberg.

Forseti ESB, Christine lagarde segir í viðtali við Le Monde að „loftið sé að fara úr“ efnahagsbatanum við seinni bylgju faraldursins. „Seinni bylgja faraldursins í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi og og hinar nýju hörðu reglur sem fylgja í kjölfarið, auka enn frekar á öryggisleysið um efnahagsbatann“ segir Lagarde. Samkvæmt síðustu spám Seðlabanka Evrópu gæt verg þjóðarframleiðsla fallið um 8% í ár. „Ef ástandið versnar munu áætlanir okkar sem við tilkynnum í desember verða enn dekkri,“ segir Lagarde.

Piotr Matys sérfræðingur Rabobanka segir að kraftur faraldursins hafi aldrei horfið „við vorum í auga stormsins í sumar. Sumar ríkisstjórnir töldu að það versta væri afstaðið…en núna sækir hinn ósýnilegi óvinur jafnvel enn harðar að okkur en áður og ég hef áhyggjur af endurreisn efnahagsins sem orðinn er afar viðkvæmur.“

Þetta eru slæmar fréttir fyrir atvinnulíf í allri Evrópu, því löndin hafa ekki efni á því að bjarga litlum og meðalstórum fyrirtækjum frá gjaldþroti á meðan löndin verða enn á ný að loka starfsemi fyrirtækja til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila