Hér eru bandarísku yfirvöldin sem RAND skjalið var stílað á

(Efst frá vinstri til hægri) Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Ron Klain starfsmannastjóri Hvíta hússins, William Burns forstjóri CIA, Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi og Paul Nakasone, forstjóri NSA, eru skráðir sem viðtakendur skjalsins ásamt stjórn Demókrataflokksins. Í bakgrunni höfuðstöðvar RAND Corporation í Kaliforníu.

Nýja Dagblaðið dregur ekki til baka gagnalekann þrátt fyrir að hugveitan segist ekki kannast við gögnin

Útvarp Saga sagði frá því nýlega, að sænski miðilinn Nýja Dagblaðið „Nya Dagbladet“ birti lekin gögn frá Rand hugveitunni í Bandaríkjunum en í gögnunum var rakin sú stefna, að Bandaríkin ættu að mola evrópska efnahagslífið með stríði í Úkraínu og orkukreppu í kjölfarið. Rand kannast ekkert við gögnin og segir þau fölsk án þess að gefa neina skýringu um hvað það er sem er falskt í innihaldi skjalsins. Nýa Dagblaðið hefur ekki dregið til baka uppljóstrun sína og margir sem hafa rætt málið bera skjalið við önnur opinber gögn Rand hugveitunnar sem eru í svipuðum stíl. Nýja Dagblaðið skrifaði eftirfarandi um málið:

  • Skjalið virðist vera einstakur innri leki frá hugveitunni RAND Corporation, sem styður ríkisstjórn Bidens og er beint til æðstu stjórnmálaleiðtoga Bandaríkjanna.
  • Meðal viðtakenda eru starfsmannastjóri Hvíta hússins, utanríkisráðuneytið, leyniþjónustan CIA, öryggisþjónustan NSA og stjórn Demókrataflokksins.

Nýja Dagblaðið birti skjal undirritað af hugveitunni RAND Corporation með náin tengsl við Washington og meðal annars þekkt fyrir að hafa staðið að baki bandarískri stefnumörkun í utanríkis- og varnarmálum kalda stríðsins.

Í skjalinu, sem er dagsett í janúar, er gerð ítarleg grein fyrir því hvernig Úkraínustríðið og orkukreppan eru meðvitað skipulögð í kaldrifjaðri áætlun frá Bandaríkjunum. Meðal annars er viðurkennt, að sú árásargjarna utanríkisstefna sem fylgt er í Úkraínu muni neyða Rússa hernaðaraðgerða í landinu. Tilgangurinn er sagður vera, að koma á refsiaðgerðapakka, sem hefur verið undirbúinn í langan tíma.

Ennfremur er sú greining gerð, að efnahagur Evrópu muni „óhjákvæmilega hrynja“ vegna refsiaðgerðanna – atburðarás sem sett er fram, er hluti af áætluninni ásamt því markmiði að sundra sérstaklega Þýskalandi frá Rússlandi, – sem er talið nauðsynlegt til að viðhalda yfirráðum Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu.

Móttakendur leyniskjalsins voru m.a. Hvíta húsið, utanríkisráðuneytið, CIA og stjórn demókrataflokksins

Móttakendur leyniskjalsins samkvæmt dreifingu þess eru: WHCS (skammstöfun fyrir „White House Chief of Staff“) – starfsmannastjóri Hvíta hússins Ron Klain, ANSA (þjóðaröryggisráðgjafi forsetans) – þjóðaröryggisráðgjafi Jake Sullivan, DoS (utanríkisráðuneytið) – Antony Blinken utanríkisráðherra, William Burns forstjóri CIA, Paul Nakasone forstjóri NSA og DNC – Stjórn Demókrataflokksins.

Með hliðsjón af því pólitíska sprengiefni sem er að finna í skjalinu er mjög deilt um áreiðanleika skjalsins. Hugveitan RAND hefur sjálf neitað því, að skjalið komi frá þeim. Sænski greinandinn Stig Berglund segir, að þótt ekki sé hægt að staðfesta áreiðanleika skjalsins, þá samsvari innihaldið vel þeirri stefnumörkun, sem hefur verið áberandi fyrir RAND í tengslum við Rússland, eins og kemur fram í opinberu skýrslu „Extending Russia“ frá 2019 sem lesa má á ensku hér að neðan. Berglund segir í athugasemd við Nýja Dagblaðið:

„Auðvitað gæti skjalið verið falsað og hluti af einhverri upplýsingaaðgerð, en mér finnst það ekki líta út þannig. Það er greinilega í samhengi við fyrri gögn frá RAND.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila