Hér eru fyrirhugaðir friðarsamningar milli Rússlands og Úkraínu

Eftir mánaðar stríð hefur Úkraína lagt fram skriflega tillögu að friðarsamkomulagi, sem samkvæmt viðbröðgum stjórnvalda í Rússlandi gæti verið hægt að samþykkja í einhverri mynd. Samkomulagið minnir á friðarlausnina sem bandaríski stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer lagði til árið 2014.

Drög að friðarsamkomulagi eru í raun viljayfirlýsing með sex atriðum, sem Úkraína segist reiðubúin að framfylgja.

Viljayfirlýsingin hefur verið send til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til athugunar, en Vladimir Medinsky yfirmaður rússnesku samninganefndarinnar sagði við fjölmiðla, að hann teldi fyrirhugaðan samning „mikilvægan“.

Samkomulagið minnir að miklu leyti á tillögu um friðarsamkomulag milli landanna, sem bandaríski stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer hefur talað fyrir síðan um miðjan síðasta áratug, þar sem Úkraína skuldbindur sig til að vera hernaðarlega hlutlaus en getur efnahagslega aðlagast að Evrópu.

Hér eru nokkur helstu atriði samningsins – Rússar draga úr þunga árásarinnar

Sænska blaðið Frjálsir tímar greinir frá, að líklega haldi Rússar herliði í austurhluta Úkraínu en dragi megnið af hermönnum sínum m.a. frá Kænugarði og Chernihiv og væri það bein afleiðing samningsdraganna í dag.

Úkraína gengur ekki í NATO – fær stríðsábyrgð

Úkraína skuldbindur sig til að ganga ekki í hernaðarbandalög en getur leitað til Rússlands, Bretlands, Kína, Bandaríkjanna, Tyrklands, Frakklands, Kanada, Ítalíu, Póllands og Ísraels til að fá einhliða tryggingu á aðstoð ef til árásar kemur. Þar sem sum landanna eru NATO-ríki á eftir að koma í ljós, hvaða raunhæfar afleiðingar hljótast af þessu, ef mögulegt er að framkvæma þetta.

Engin erlend vopn eða kjarnorkuvopn

Úkraína dregur hótun sína um að eignast kjarnorkuvopn til baka, lofar að leyfa ekki staðsetningu erlends herliðs eða gereyðingarvopnua á landi sínu og lofar að stöðva eigin þróun hugsanlegra sýklavopna, sem hægt er að nota sem gereyðingarvopn. Í reynd mun það líklega þýða, að þær líffræði-rannsóknarstofur sem sonur Bandaríkjaforseta, Hunter Biden kom á fót í Úkraínu verða lokaðar. Samþykkja verður fyrirfram heræfingar í Úkraínu af samningsaðilum en Rússar skuldbinda sig í staðinn til að spilla ekki fyrir inngöngu Úkraínu í ESB.

Vandamálið með Krím og Dónbass áfram óleyst

Í samningnum er hvorki að finna lausn á Krímskaganum né lýðveldanna í Donbass, sem Rússar hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Frá Kænugarði kom tillaga um 15 ára samning vegna Krímskagans, þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til að beita ekki ofbeldi til að leysa deilur tengdum skaganum. Þessu höfnuðu Rússar hins vegar og telja að Krím sé rússneskt landsvæði, sem þeir geta varið með valdi ef þörf krefur. Úkraína er heldur ekki reiðubúin að gera málamiðlanir með því að gefa eftir hluta af landssvæði sínu og fylgir landamærum í samræmi við sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1991. Landamæramálið er því óleyst í friðarsamningsdrögunum.

Zelensky og Pútín hittast

Rússland mun skipuleggja fund forsetanna Vladimir Pútíns og Volodymyr Zelensky, sem hluta af lokastigi samningaviðræðnanna um friðarsamninginn. Yfirvöld Rússlands sögðu áður, að slíkan fund væri einungis hægt að halda, þegar samningurinn hefur verið undirritað af utanríkisráðherrum landanna. Volodymyr Zelensky hefur lýst því yfir, að það sé mikilvægt að hitta Vladimir Pútín í eigin persónu og hefur gert að skilyrði í samningaviðræðunum.

Engin af-nasívæðing

Úkraína gæti haldið nýnasistasveitum sínum í austurhluta Úkraínu og komist þannig hjá „afnasistavæðingu“. Rússar hafa hins vegar valdið þessum einingum miklu tjóni í stríðinu og virðast þannig hafa náð ákveðinni „afnasistavæðingu“ í nágrannaríkinu. Einnig er talið líklegt, að ef Úkraína sæki um aðild að ESB, þá verði þess krafist, að sveitirnar verði afvopnaðar áður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila