Hervopn frá Úkraínu eru boðin glæpamönnum í Svíþjóð: „Allt getur komið frá Úkraínu“

Myndin sýnir vopn sem send hafa verið til Úkraínu en er núna verið að bjóða glæpahópum í Svíþjóð. Mynd (skorin) © M.C. (public domain)

Glæpamönnum í Svíþjóð eru boðin vopn frá Úkraínu, segir í frétt P1 Dokumentär. Í boði eru vopn sem notuð eru í stríðinu. Tollgæslan óttast að glæpamenn komist yfir þungavopn sem þeir áttu ekki áður eins og sprengjuvörpur. „Hvað sem er“ getur komið frá Úkraínu, samkvæmt tollgæslunni.

Sænska ríkisútvarpið P1 segir, að vopn frá Úkraínustríðinu eru boðin glæpamönnum í Svíþjóð. Vopnasmyglarar í Gautaborg hafa verið beðnir um að kaupa „hervopn“ frá Úkraínu og selja þau síðan áfram til glæpamanna í Svíþjóð. Þetta kemur sænsku tollgæslunni ekki á óvart. Vopn úr stríði berast yfirleitt til glæpamanna. Tollstofan óttast hins vegar að vopnin sem nú kunna að koma frá Úkraínu séu öflugri vopn en glæpamenn í Svíþjóð höfðu áður aðgang að. Jesper Liedholm hjá tollgæslunni segir við P1:

„Af hverju skyldu sprengjuvörpur ekki vera áhugaverðar fyrir glæpahópa í Svíþjóð? Hvað sem er getur komið frá Úkraínu.“

Nils Duquet, alþjóðlegur vopnasmyglssérfræðingur hjá Flæmska friðarrannsóknarstofnuninni í Brussel, segir skiljanlegt hvers vegna Vesturlönd sendi vopn til Úkraínu en hann bendir á að menn eigi líka að vera viðbúnir því, sem gæti gerst núna. „Fólk í Úkraínu fær byssur í hendurnar. Eftir stríðið geta Vesturlönd búist við að þessi vopn hverfi inn í glæpaheiminn,“ segir Duquet. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila