Talsmaður hjarðónæmis í Svíþjóð með aðdáendaklúbb á netinu þar sem bannað er að gagnrýna yfirvöld

Þeim mun fleiri sem týna lífinu í COVID-19 í Svíþjóð þeim mun fleiri bætast í nýjan „aðdáendaklúbb Anders Tegnell” á Facebook. Hérna grasserar persónuleg aðdáun á smitsjúkdómasérfræðingi sænsku ríkisstjórnarinnar sem hafinn er til skýjanna í stíl við ofurmennin Hulk og Phantomen.

Nálgast persónudýrkunin sama stíl og er á opinberri dýrkun leiðtoga Norður-Kóreu og Kína.  „Frelsarinn Anders Tegnell” er hylltur og hægt er að kaupa hluti sem minna á hann og sænska hjarðónæmið. Eitt má ekki gera í hópnum og allir sem gerast sekir um slíkt eru umsvifalaust reknir úr hópnum: Að gagnrýna stefnu sænsku ríkisstjórnarinnar er bannað.

Meðlimir hópsins eru hvattir til að deila „jákvæðum fréttum” og í færslu þar sem rætt er um hvernig setja eigi mynd af Anders Tegnell á tertu er hann kallaður „frelsarinn okkar”. 

Aðrar færslur eru birtar með slóð á fréttafundi Lýðheilsunnar og athugasemdum í stíl með „Öll völd til Tegnells”, „Áfram Tegnell” og Áfram Svíþjóð”. Óvenjulega háum tölum látinna úr COVID-19 í Svíþjóð er mætt með athugasemdum eins og „það er eðlilegt að deyja”. 

Hægt er að kaupa t-shirts, lyklakippur, diska og myndir með Tegnell og einnig hafa verið sýndir handprjónaðir vettlingar með Tegnell. Þá hefur a.m.k. einn Svíi, Gustav Lloyd Agarblad 32 ára, látið húðflúra Tegnell á líkamann.


Hópurinn var stofnaður 14. mars og hafa rúmlega 32 þúsund Svíar gerst meðlimir. Á sama tíma og foringi hjarðónæmis er hylltur í aðdáendahópi á facebook nálgast tala fórnarlamba fjögur þúsund manns sem látist hafa úr kórónuveirunni  í Svíþjóð. Það er hæsta dánartala eins lands í Norður-Evrópu. 


Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila