Hollenskir bændur koma bændaflokki inn á þing

Frá bændamótmælum í Hollandi (skjáskot Twitter).

Hörð mótmæli hollenskra bænda gegn áformum stjórnvalda um að rústa landbúnaðinum hafa leitt til þess að bændaflokkurinn hefur hrist upp í stjórnmálum landsins.

Bændaflokkurinn, BBB eða BoerBurgerBeweging, virðist hafa unnið fleiri öldungadeildarsæti en íhaldsflokkur flokkur Mark Rutte forsætisráðherra „VVD“ í kosningunum á miðvikudag. Bændaflokkurinn varð til í mótmælum bændastéttarinnar gegn glóbalískri umhverfisstefnu ríkisstjórnarinnar og samkvæmt skoðanakönnun fékk BBB alls 15 af 75 sætum í öldungadeildinni, sem hefur vald til að hindra löggjöf sem samþykkt er í neðri deild þingsins, þar sem VVD tapaði tveimur þingsætum og fór úr tólf í tíu sæti.

Vaxandi vinsælda bændaflokksins er mikill ósigur fyrir ríkjandi bandalag Rutte og í raun vantrú á markmið ríkisstjórnarinnar að draga verulega úr kolefnislosun landabúnaðarins. Þegar bændaflokkurinn BBB var stofnaður árið 2019 var þetta helsta baráttumál flokksins. Caroline van der Plas, leiðtogi bændaflokksins segir í viðtali við Radio 1:

„Enginn getur hunsað okkur lengur. Kjósendur hafa talað mjög skýrt gegn stefnu ríkisstjórnarinnar.“

Vantraust og innflytjendamál

Áform ríkisstjórnarinnar um að minnka kolefnislosun um helming fyrir árið 2030 til að uppfylla loftslagskröfur ESB hafa mætt gríðarlegum mótmælum. Samkvæmt BBB er vandamálið stórýkt og telur flokkurinn, að fyrirhugaðar lausnir sem beint er að landbúnaðinum séu minnst sagt ósanngjarnar og leiði til lokunar margra býla og skapa skort á matvælum. Auk landbúnaðarmála þá hafa vinsældir BBB einnig aukist verulega vegna vaxandi vantrausts á stjórnvöld og reiði í innflytjendamálum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila