Hótun Medvedev: Gerum sprengjuárásir á Þýskaland

Rússneski leiðtoginn Dmitry Medvedev varar nú við því, að Rússar kunni að sprengja vopnaverksmiðjur í Þýskalandi og ráðast á breska hermenn verði þeir sendir til Úkraínu.

Grant Shapps, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur komið málum í uppnám með því að opna á að senda breska hermenn til Úkraínu til að þjálfa úkraínska hermenn.

Þýskaland getur reitt sig á sprengjuárásir

Sem svar við þessu skrifar Dmitry Medvedev – fyrrverandi Rússlandsforseti og í dag varaformaður rússneska þjóðaröryggisráðsins – að þessir bresku hermenn yrðu þá „lögmæt skotmörk og miskunnarlaust muldir niður.“

Í færslu sinni á Telegram hótar Medvedev einnig Þýskalandi, segir í frétt Newsweek. Bakgrunnurinn er aukinn þrýstingur á þýsk stjórnvöld að senda Taurus eldflaugar til Úkraínu. Medvedev segir:

„Verði tekin ákvörðun um það, þá getur Þýskaland reitt sig á sprengjuárásir á þýskar verksmiðjur í samræmi við alþjóðalög, þar sem eldflaugin er framleidd.“

Forsætisráðherra Bretlands ómerkir orð varnarmálaráðherrans

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, neyddist fljótlega til að draga úr yfirlýsingum varnarmálaráðherrans um að senda hermenn til Úkraínu og sagði eftirfarandi:

„Það sem varnarmálaráðherrann sagði var, að það gæti verið mögulegt að stunda slíka þjálfun í Úkraínu einhvern tíma í framtíðinni. Engir breskir hermenn verða sendir í stríðið í yfirstandandi átökum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila