Hótun Zelenskí til Vesturlanda: „Þið munið senda syni ykkar og dætur í stríðið og þau munu deyja“

Ef Úkraína tapar stríðinu, þá munu átökin í Úkraínu breiðast út til Nató-ríkjanna. Þetta fullyrðir Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu. Hann hótar Vesturlöndum með því, að Rússar munu ráðast á Nató-ríki sem þá þurfa að senda syni sína og dætur með Bandaríkjamönnum í fararbroddi beint í stríðið.

Hvað verður eiginlega um Úkraínustríðið?

Voldodymyr Zelenskí hótar heiminum með fullri árás Rússa á Natóríki ef Úkraína tapar stríðinu (sjá tíst frá blaðamannafundinum neðar á síðunni). Ef í ljós kemur að Úkraína tapar, þá mun stríðinu alls ekki ljúka heldur munu Rússar hefjast handa við stórfelldar árásir á Nató-ríki sem myndi neyða Bandaríkin að senda heri sína í heimsstyrjöld við Rússa.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var spurður um afstöðu sína til þess að bandarískur almenningur gagnrýni í auknum mæli þann stuðning sem Úkraínu er veittur. Spurningin kom frá blaðamanni ABC:

„Ég get sagt þeim (almenningi í Bandaríkjunum) eitt. Ef þeir skipta ekki um skoðun. Ef þeir skilja okkur ekki. Ef þeir styðja ekki Úkraínu, þá munu þeir missa Nató. Þeir munu missa leiðtogahlutverkið sem þeir hafa í heiminum.“

„Rússland mun ráðast á Nató og fólk mun deyja“

Að sögn Zelenskí er það hættulegt, ef stuðningur minnkar við Úkraínu, ef frásögnin breytist. Stjórnmálaleiðtogar ættu að fara varlega í hvað þeir segja. Þeir bera ábyrgð, segir hann.

„Bandaríkin munu aldrei hætta stuðningi við Nató-löndin. Ef það gerist að Úkraína tapi, vegna breyttra skoðana og minnkandi aðstoðar, þá mun Rússland ráðast á Eystrasaltsríkin, aðildarríki Nató. Þá verða Bandaríkin að senda syni sína og dætur í stríð nákvæmlega eins og við gerum. Þau verða tilneydd að berjast, því þetta er Nató sem við erum að tala um og þau munu deyja.“

Raddir fólksins

Allir eru ekki sammála hótunum Zelenskí enda ekki á hans valdi að upplýsa um hernaðaráætlanir Rússlands. Þannig segir einn á Timcast hlaðvarpinu:

„Aldrei í lífinu, að þið takið son minn til að berjast og deyja í Úkraínu. Bókstaflega. Ég mun aldrei leyfa það. Áframhaldandi stríð er eins og „pissukeppni ættarveldiselítunnar“ vegna lands sem flestir finna ekki, er sama um og hefur enga þýðingu nema þú sért í viðskiptum við Hunter Biden.“

„Mér er alveg sama hvaða hótanir eru settar fram eða hver refsingin er. Ef þú heldur að þú getir kallað inn dætur mínar, geturðu undirbúið herbúðirnar þínar. Vegna þess að þú munt þurfa á þeim að halda. Þetta mun ekki gerast. Þetta er ekki bara dæmi um að sagan endurtaki sig, hún rímar. Þetta er svo rangt og blekkjandi. Þetta er ein einfaldasta og tortryggnasta frásögn sem ég hef nokkurn tíma séð. Hún er eins og (myndin) „Wag the Dog“ en heimskari. Við munum aldrei berjast í helvítis stríðinu ykkar. Fjandinn hafi það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila