Hryðjuverk í Moskvu í gærkvöldi – Á annað hundrað manns drepnir á tónleikum

Haukur Hauksson fréttamaður skrifar frá Moskvu:

Opinber tala látinna í hryðjuverkaárásinni á verslunarmiðstöðina Crocus City Hall í Moskvu er komin upp í 115 manns, þar af 3 börn. Um kl 20 að staðartíma (17 að íslenskum tíma) byrjuðu hryðjuverkamenn að skjóta á almenna borgara í verslunarmiðstöðinni og á gesti á tónleikum hljómsveitarinnar „Picknik“ sem voru að hefjast í 6.000 manna sal verslunarmiðstöðvarinnar. Terroristar kveiktu líka í byggingunni á nokkrum stöðum, þannig að ljóst er að verkið var skipulagt í þaula og kortlagt. Lögregla og leyniþjónusta Rússlands hafa nú handtekið 5 manns sem voru á leið á flótta að landamærum Úkraínu í Brjansk, þar sem, að sögn þeirra var beðið. Stríðið er nú komið á nýtt stig að sögn Rússa.“

Bönd berast að vestrænum leyniþjónustum, þó að vestrænir miðlar segi ISIS hafa tekið ábyrgð á sig, hryðjuverkamennirnir eru allir Tadzhikar og voru keyptir til verksins. Þeim var lofað 500.000 rúblum, jafnvirði 750.000 íslenskra króna, fyrir að fara og drepa fólk með köldu blóði og sem flesta óbreytta borgara. Rússar kalla þetta nýtt stig í stríði gegn Vesturlöndum og leyniþjónustur engilsaxa standi að baki hinum viðbjóðslega verknaði, þar sem heilu fjölskyldurnar voru sallaðar niður með köldu blóði.

Bandaríkjamenn búnir að vara við þessu

Mikilvægt er í þessu sambandi að þann 7. mars gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu um að bandarískir rikisborgarar ættu að forðast mannsöfnuði, tónleika (!) og að hafa allan vara á einmitt í Moskvu.
Fréttaritari Útvarps Sögu var í Crocus þann 20. mars á ferðaráðstefnunni MITT 2024 en hún fer fram í Moskvu alltaf seinnipart mars. Fjöldi erlendra gesta og sýnenda voru þar staddir.

Ljóst er að nýtt stig Úkraínustríðsins er að hefjast.

Sjá flettimyndir hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila