Hugveita NATO kallar eftir samtímis kjarnorkustríði Bandaríkjanna gegn Kína og Rússlandi

Matthew Kroenig, fyrrum starfsmaður CIA og Pentagon, sem aðstoðar við rekstur hinnar öfluga hugveitu NATO „Atlantshafsráðið“ (Atlantic Council) birti grein í úrvalstímaritinu Foreign Policy, þar sem hann kallar eftir kjarnorkustríði Bandaríkjanna gegn bæði Kína og Rússlandi. Hann mælir einnig fyrir hernaðarárásum á Íran. Stefna Kroening hefur verið til umræðu hjá ríkisstjórn Joe Biden en ekki orðið af, þar sem sumir vildu semja við Rússa, sem núna er útilokað mál. Má því búast við að stefnan að „sigra stórveldin tvö, Rússa og Kína, til þess að viðhalda herraveldi Bandaríkjanna jafnvel með kjarnorkuvopnum“ verði ofaná hjá ríkisstjórn Bidens.

Starfaði með W.Bush, Barack Obama og Donald Trump

Matthew Kroenig

Kroenig gegndi mikilvægum hlutverkum í þjóðaröryggismálum í ríkisstjórnum George W. Bush, Barack Obama og Donald Trump og hefur umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Kroenig vill, að bandaríski herinn „ógni með ótaktískum kjarnorkuárásum“ á Kína vegna Taívans og Rússlands vegna Evrópu.

Vísar hann til átaka Washington við Peking og Moskvu sem „nýju köldu stríði“ og vill auka enn frekar 768 milljarða dollara árlega hernaðarfjárlög Bandaríkjanna. Heldur hann því fram, að „Bandaríkin hafi efni á að vera samtímis í styrjöld við Rússland og Kína.“

Kroenig leggur áherslu á, að Washington verður að taka á báðum stórveldunum samtímis til að viðhalda stöðu Bandaríkjanna sem eina herraveldi heims, sem hann segir að sé á niðurleið. Grein hans ber nafnið „Washington verður að búa sig undir stríð við bæði Rússland og Kína.“

Starfar sem staðgengill forstöðumanns hjá hugveitu NATO

Matthew Kroenig starfar nú sem staðgengill forstöðumanns Scowcroft hjá Atlantshafsráðinu, sem er hugveita hernaðarbandalags NATO undir forystu Bandaríkjanna.

Atlantshafsráðið, sem er fjármagnað af bandarískum stjórnvöldum, öðrum vestrænum ríkisstjórnum, NATO og vopnaiðnaðinum, hefur gríðarleg áhrif í Washington við mótun utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Auk starfa sinna fyrir CIA og varnarmálaráðuneytið í ríkisstjórn Bush, Obama og Trump, var Kroenig þjóðaröryggisráðgjafi í kosningabaráttu um forsetaefni repúblikana Mitt Romney árið 2012 og Marco Rubio, árið 2016.

Hann er einnig ævimeðlimur í úrvalsráði um utanríkistengsl Bandaríkjanna og fastráðinn prófessor í stjórn- og utanríkismálum við hinn virta Georgetown háskólann í Washington.

Í stuttu máli má segja, að Kroenig sé mjög áhrifamikill í utanríkisstefnu Bandaríkjanna með óaðfinnanlegan feril og haukslegar skoðanir um samtímis stríð Bandaríkjanna gegn Kína og Rússlandi, sem njóta stuðnings og endurspegla skoðanir margra samstarfsmanna hans í Washington.

Kroening skrifar:

„Bandaríkin eru áfram leiðandi ríki heimsins með alþjóðlega hagsmuni og hafa ekki efni á að velja á milli Evrópu og Indlands-Kyrrahafs. Þess í stað ætti Washington ásamt bandamönnum að þróa varnarstefnu, sem getur hindrað og ef nauðsyn krefur sigrað Rússland og Kína samtímis.“

Síðar í greininni skrifar Kroening:

„Að lokum og ef það reyndist nauðsynlegt, gæti Washington alltaf fjarlægt blaðsíðu úr handriti sínu um kalda stríðið og reitt sig meira á kjarnorkuvopn til að vega upp á móti staðbundnum, hefðbundnum möguleikum keppinauta sinna. Tilvist bandarískra taktískra kjarnorkuvopna í Evrópu kom að gagni til að hindra hinn mikla sovéska Rauða her í áratugi. Að sama skapi gætu Bandaríkin hótað árásum með ótaktískum kjarnorkuvopnum til að koma í veg fyrir og einnig notað sem síðasta úrræði til að koma í veg fyrir innrás Kínverja í Taívan eða innrás rússneskra skriðdreka inn í Evrópu.

Vissulega eru áhættur tengdar kjarnorkuvopnahótunum en kjarnorkuvopn hafa gegnt grundvallarhlutverki í varnarstefnu Bandaríkjanna í þrjá aldarfjórðunga – og munu líklega halda því áfram næstu áratugi.“

Segir Bandaríkin verða að hafa hraðann á vegna nánara samstarfs Rússlands og Kína

Kroening varar við því, að „Moskva og Peking eru að bindast nánara stefnumótandi samstarfi meðal annars um hernaðarmál“ og segir að Bandaríkin verða að auka hernaðarútgjöld verulega til að „sigrast samtímis á Rússlandi og Kína“:

„Í fyrsta lagi ætti Washington að auka útgjöld til varnarmála. Andstætt þeim, sem halda því fram að takmarkaðar auðlindir muni knýja fram erfiðar ákvarðanir, hafa Bandaríkin efni á að sigra samtímis Rússland og Kína. Bandaríkin eru með 24 prósent af vergri landsframleiðslu á heimsvísu samanborið við 19 prósent samanlagt í Kína og Rússlandi. Á þessu ári munu Bandaríkin verja 778 milljörðum dala til varnarmála samanborið við aðeins 310 milljarða í Rússlandi og Kína.“

„Þar að auki gætu Bandaríkin gengið svo langt að tvöfalda útgjöld til varnarmála (nú 2,8 prósent af landsframleiðslu) og enn vera undir meðaltali kalda stríðsins (nálægt 7 prósent af landsframleiðslu). Reyndar, í ljósi þess að þetta nýja kalda stríð er jafn hættulegt og það síðasta, er mikilvægt að auka útgjöld til varnarmála, með áherslu á nýja varnartækni 21. aldarinnar.

Í stuttu máli, jafnvel þótt þetta nýja stefnumótandi vígbúnaðarkapphlaup séu tveir á móti einum, þá er líklegt að Washington sigri.“

Ekki raunhæft að mynda bandalag við Rússa gegn Kína

Sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa kallað eftir því að dregið verði úr spennunni við Moskvu og reyna að mynda bandalag við Rússa gegn Kína, en Kroenig heldur því fram að það sé „ekki raunhæft.“ Matthew Kroenig er sannarlega ekki eini bandaríski leyniþjónustumaðurinn, sem kallar eftir stríði gegn Kína.

Í nóvember 2021 birti David Sauer, einnig CIA maður á eftirlaunum greinargerð í The Hill sem bar nafnið „Bandaríkin verða að búa sig undir stríð við Kína um Taívan.“ Sauer skrifar:

„Til að sigra Kína verða Bandaríkin að byggja hratt upp herafla sinn á Kyrrahafinu, halda áfram að styrkja hernaðarbandalög á svæðinu til að tryggja aðgang að herstöðvum á tímum átaka og flýta fyrir afhendingu á keyptum herbúnaði til Taívan.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila