Hunter Biden verður ekki ákærður né dæmdur fyrir þá glæpi sem hann hefur framið – kemst undan með „stöðumælasekt“

Tucker Carlson tekur „réttlætið“ í Bandaríkjunum fyrir í nýjum þætti í gær á Twitter. Ræðir hann þar um, hvernig sumir einstaklingar komast upp með að fremja glæpi án þess að hljóta dóm á meðan almennur borgari yrði dæmdur fyrir sömu afbrot. Hann er að tala um forsetasoninn Hunter Biden, sem játað hefur á sig smá afglöp og sleppur þar með við ákærur og fangelsi fyrir þá þungu glæpi, sem hann hefur framið.

Þrátt fyrir að yfirvöld hafa haft aðgang að innhaldi vítistölvunnar um lengri skeið, þá var því opinberlega logið að Rússar hefðu komið þar fyrir áróðursefni til að laska orðstír forsetasonarins og með árásir á föðurinn sem var í kosningabaráttu til forsetaembættisins. En þegar innihald tölvunnar hefur lekið út komu í ljós m.a. ljósmyndir forsetasonarins af sjálfum sér í bullandi eiturlyfjaneyslu og kynlífsathöfnum með keyptum vændiskonum. Aðrar upplýsingar um samskipti við aðila sem greiddu peninga fyrir að fá aðgang að þáverandi varaforseta Bandaríkjanna og forseta Bandaríkjanna sem notuðu embættin til að auðgast persónulega og selja út hag Bandaríkjanna, þykja þvílík smámál að eftir þeim er ekki tekið. Það sem ákæran á hendur Hunter Biden fjallar um eru smávægileg skattamál og spurning, hvort hann hafi brotið lög með byssueign á tíma eiturlyfjaneyslu.

Hunter Biden hefur lýst sig „sekan“ vegna vangreiddra skatta

Hunter Biden hefur lýst sig sekan um að hafa ekki borgað skatta og mun borga þá. Varðandi byssuákæruna, þá er allt eins víst að henni verði vísað frá, sem þýðir að hann mun tæknilega séð ekki játa sig sekan um þann glæp. Þetta er sem sagt afraksturinn eftir fimm ára umfangsmikið rannsóknarstörf dómsmálaráðuneytisins á glæpum Hunter Bidens. Tucker fullyrðir, að „enginn trúi því, að það hafi tekið dómsmálaráðuneytið 5 ár að koma fram með þessi smámál á hendur Hunter Biden.“

Kerfið er bilað

Donald Trump kommenteraði mállið á Truth Social. Þar skrifar hann að „spillt dómsmálaráðuneyti Bidens“ láti Hunter komast undan með „stöðumælasekt.“ Trump skrifaði:

„Kerfið okkar er bilað.“

Trump sem sjálfur var nýlega kærður af sama ráðuneyti fyrir að vera með skjöl sem hann lögum samkvæmt ákveður sjálfur hvort hann hefur eða ekki á yfir sér 400 ára fangelsisdóm samkvæmt yfirnornaveiðimönnum Joe Biden. Allt gert til að hindra að Trump fari í forsetaframboð og verði endurkjörinn forseti á ný.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila