Hvíta húsið fordæmir Twitterkaupin

Joe Biden, bandaríkjaforseti

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmir kaup milljarðamæringsins Elon Musk á fyrirtækinu Twitter.

Eftir að ný – og pólitískt hlutlaus staðreyndaskoðun Elon Musk kom Hvíta húsinu á óvart, þegar Hvíta húsið dreifði falsáróðri á Twitter, fordæmir Biden Twitter sem miðil sem spúir út lygum og hatri. Samkvæmt Reuters sagði Biden:

„Og nú að því sem við höfum öll áhyggjur af: Elon Musk fer út og kaupir fyrirtæki, sem spúir lygum um allan heim.“

Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, bætir því við, að ríkisstjórnin vinni núna að því að draga úr magni „hatursorðræðu og falsupplýsinga“ á netinu. Að sögn Hvíta hússins munu lagabreytingar væntanlegar. Jean Pierre segir skv. Reuters:

„Það mun ná yfir Twitter, Facebook og alla aðra samfélagsmiðla þar sem notendur geta dreift rangfærslum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila