Idaho ræðir tillögu að gera bólusetningar með mRNA refsiverðar

Þingkonan Tammy Nichols í Idaho leggur til að tekin verði til meðferðar frumvarp um að ríkið geri það refsivert að bólusetja fólk með mRNA bóluefnum (mynd skjáskot TCI).

Nokkrir þingmenn repúblikana í Idaho-ríki hafa lagt fram frumvarp, sem gerir refsivert að bólusetja fólk með mRNA-bóluefnum. Frumvarp 154, sem var kynnt af öldungadeildarþingmanni ríkisins, Tammy Nichols og ríkisfulltrúanum Judy Boyle, myndi gera það mögulegt að ákæra þá aðila fyrir glæpsamlegt athæfi, sem bólusetja fólk með mRNA bóluefnum eins og Pfizer og Moderna COVID-19.

Lagt er til í frumvarpinu að bæta við eftirfarandi kafla í núverandi lög:

„Þrátt fyrir önnur ákvæði laga má einstaklingur ekki útvega eða sjá um bóluefni sem er þróað með boðbera ríbónsýrutækni til notkunar hjá einstaklingi eða öðru spendýri í þessu ríki. Sá sem brýtur gegn þessum kafla er sekur um misgjörð.“

Engin ábyrgð, enginn aðgangur að gögnum, engin áhættugreining eða upplýst samþykki

Nichols ræddi fyrirhugað frumvarp fyrir heilbrigðis- og velferðarnefnd þingsins á miðvikudag. Eftir að hafa hlýtt á málflutning Nichols, samþykkti nefndin með 11 atkvæðum gegn 2 að taka frumvarpið til meðferðar á þingi.

„Við sjáum sífellt meiri áhyggjur vegna mRNA bóluefnisins. Við sjáum vandann við, að bóluefnið hafi verið tekið fram á hraðvirkan hátt, það er engin ábyrgð, það er enginn aðgangur að gögnum, ekki var gerð áhættu-ávinningsgreining, það er ekkert upplýst samþykki.“

„Það eru aðrir möguleikar í boði ef fólk vill taka sprautu sem virkar gegn COVID. Þannig að ég held, að það þurfi að fara fram víðtækar umræður um málið, mikið af upplýsingum halda áfram að berast um áhyggjur af blóðtappa og hjartavandamálum og það þarf að ræða orsakir og fylgni aukaverkana.“

Með því að knýja fram frumvarpið segir Nichols að ríkið bregðist við með svipuðum hætti gagnvart mRNA bóluefnum og öðrum lyfjum, sem notuð hafa verið en síðar sýna sig vera skaðleg.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila