Innanríkisráðherra Breta: „Pólitísk rétthugsun hefur auðveldað veg íslamskra hryðjuverka“

Pólitísk rétthugsun hefur skapað blindan blett fyrir íslömsk hryðjuverk, segir Suella Braverman, núverandi innanríkisráðherra Bretlands. Hún telur að óttinn við að gagnrýna íslam og límingin við hægri öfgastefnu hafi leitt til þess að netkerfi íslamista hafi getað dreift hugmyndafræði sinni og áróðri án þess að nokkur setji upp hindranir.

Gagnrýni Bravermans er, að pólitísk rétthugsun hafi skapað blindan blett sem veldur því að hótanir frá íslömskum samtökum séu ekki athugaðar. Fólk beinir augum sínum annað eða þorir ekki að ræða málin af ótta við að vera kallað „íslamófóbískt.“ Innanríkisráðherrann segir að pólitísk rétthugsun eigi alls ekki heima í þjóðaröryggismálum.

Hópar sem segjast ekki vera ofbeldissinnaðir gætu engu að síður ýtt undir ofbeldissinnaða hugmyndafræði

Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að bresku samtökin Prevent voru sökuð í skýrslu um að hafa brugðist hlutverki sínu, sem er að berjast gegn róttækni múslima. Í skýrslunni segir að Prevent hafi eytt allt of miklum tíma í að berjast gegn róttækni meðal „öfgahægrimanna.“ Einnig hefur verið leitað eftir samstarfi við íslömsk samtök sem ekki eru talin ofbeldissinnuð án árangurs. Braverman bendir á að jafnvel hópar sem mæla ekki opinskátt með ofbeldi geti engu að síður verið hluti af víðtækari netverki öfgahyggju.

„Öfgar eru ekki bara hættulegar vegna þess að þær geta leitt til ofbeldis. Þær er hættulegar í sjálfu sér. Ef við tökum ekki almennilega á þeim, þá ættum við ekki að vera hissa þótt þær halda áfram að vaxa – með skelfilegum afleiðingum fyrir sameiginleg viðmið okkar, gildi, grundvallarréttindi og frelsi.“

Braverman er harðlega gagnrýnd af múslimahópum sem saka hana um að heyja „íhaldssamt menningarstríð“ segir í The Times – sem er einmitt þess konar ásökun, sem hún benti á sem ástæðuna fyrir því að margir kjósa að þegja.

Leiðrétting

Áður sagði að Suella Braverman væri fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands en það er rangt og beðist velvirðingar. Rétt er að Suella Braverman er núverandi innanríkisráðherra Bretlands. Fréttin hefur verið leiðrétt til samræmis./GS

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila