Innanríkisráðherra Bretlands varar við 780 milljónum hælisleitendum

Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands,

Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, efast nú um allt flóttamannakerfið og spyr hvort virkilega sé hægt nota flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna á okkar tímum. Vill hún að flóttamannasáttmálinn verði tekinn til rækilegrar endurskoðunar til að koma í veg fyrir stórslys á Vesturlöndum.

Innflytjendamál eru enn og aftur orðin brýnt pólitískt mál að sögn BBC. Gríðarlegur fjöldi innflytjenda er að reyna að komast til Evrópu og Bandaríkjanna. Innanríkisráðherra Bretlands, Suella Braverman, er sjálf af indverskan uppruna og hún segir raunverulega ekki hægt að styðjast við flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Flóttamannasáttmáli SÞ gengur ekki upp

Flóttamannasáttmálinn varð til eftir seinni heimsstyrjöldina og samkvæmt Braverman, þá lifum við núna á „allt öðrum tíma.“ Breytingar hafa einnig gert sífellt fleiri mögulegt að sækja um hæli. Braverman sagði í ræðu í Washington:

„Það verður ekki hægt að halda flóttamannskerfinu í gangi, ef það dugir að vera bara samkynhneigður eða kona og óttast mismun í upprunalandi sínu til að eiga rétt á vernd. Það er fáránlegt og ósjálfært að halda áfram með óbreytt ástand, sem gerir fólki kleift að ferðast um mörg örugg lönd og jafnvel dveljast í öruggum löndum í nokkur ár, á meðan það er að velja áfangastað til að sækja um hæli.“

780 milljón manns hafa réttindi að sækja um hæli í Bretlandi skv. SÞ

Samtímis varar hún við því, að samkvæmt gildandi reglum, þá eigi 780 milljónir manns rétt á að sækja um hæli í Bretlandi, segir í frétt Daily Mail. Braverman opnar á að flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði endurskoðaður, því það er orðið allt of auðvelt að sækja um hæli. Áður fyrr þurftu flóttamenn að sýna fram á að þeir yrðu fyrir „ofsóknum“ en nú er nóg að sýna fram á „mismunun.“ Braverman segir samkvæmt The Guardian:

„Það er því undir stjórnmálamönnum og áhrifavöldum komið að spyrja sig hvort flóttamannasáttmálinn og hvernig hann hefur verið túlkaður af dómstólum okkar, henti nútímanum. Eða að hann þarfnist endurskoðunar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila