Heimsmálin: Talsmaður ISIS felldur í loftárás

Abul Hasan Al Muhajir sem gengt hefur hlutverki talsmanns ISIS hryðjuverkasamtakanna var felldur í loftárás bandaríska hersins í norðvestur Sýrlandi í gærkvöld tæpum sólarhring eftir að leiðtogi samtakanna féll í kjölfar þess að hafa verið innikróaður af bandarískum hermönnum.

Samkvæmt upplýsingum Útvarps Sögu féll Muhajir í loftárás á bæinn Ain al-Baydah sem er nálægt Aleppo við tyrknesku landamærin en að minnsta kosti fjórir aðrir féllu í loftárásinni.

Fall Muhajir er annar stór sigur bandaríkjamanna gegn ISIS á innan við sólarhring en Muhajir var einn af helstu áróðursmönnum samtakanna. Raunverulegt nafn Ain Muhajir og þjóðerni hefur aldrei verið gefið upp og hefur hann falið fortíð sína vel jafnt gagnvart óvinum sínum sem og nánustu samstarfsmönnum, en hann hefur gengt hlutverki talsmanns samtakanna síðastliðin fjögur ár.

Í þættinum Heimsmálunum í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hauk Hauksson fréttamann í Moskvu um fall Al Baghdadi og annara lykilmanna ISIS hryðjuverkasamtakana og hvaða áhrif fall þeirra komi til með að hafa á samtökin og baráttuna gegn hryðjuverkum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila