Ísraelski heilbrigðisráðherrann segir enga læknisfræðilega ástæðu vera fyrir bólupassanum – „hann er einungis til að þrýsta á þá óbólusettu að láta bólusetja sig“

Heilbrigðisráðherra Ísraels, Nitzan Horowitz, t. h. í mynd, vissi ekki að allt sem hann segði færi út í beinni útsendingu á meðan beðið var eftir opnun ríkisstjórnarfundur. Upplýsti hann Ayelet Shaked innanríkisráðherra t.v. í mynd, að eina ástæðan fyrir bólupössum væri „að þrýsta á þá óbólusettu til að láta bólusetja sig.“ (Sksk. Twitter).

Vissi ekki að hljóðneminn var opinn og allt í beinni á Channel 12

Nitzan Horowitz, heilbrigðisráðherra Ísrael, vissi ekki að hljóðneminn var opinn fyrir ríkisisstjórnarfund og að hann var í beinni útsendingu á Channel 12, þegar hann sagði við Ayelet Shaked innanríkisráðherra, að engin læknisfræðilegur rökstuðningur væri fyrir því að vera með COVID bólupassann, því eini tilgangurinn með passanum væri að þrýsta á þá óbólusettu svo þeir létu bólusetja sig. Ísrael hefur að undanförnu haft útbreiðslu smits og andláta vegna Covids, þrátt fyrir að vera ein bólusettasta þjóð heims.

Jewish News Syndicate greindi frá því, að Horowitz hefði sagt s.l. sunnudag, að Ísraelar ættu að aflétta kröfunni um að framvísa Green Pass til að fá aðgang að útisundlaugum sem og veitingastöðum.

Faraldurinn réttlætir ekki vegabréfin

„Faraldsfræðilega séð er ekkert, sem réttlætir vegabréfin“ sagði Horowitz. „Málið er eins og ég hef bent á, að vandamál okkar er fólkið, sem lætur ekki bólusetja sig. Við þurfum að hafa áhrif á það; annars komumst við ekki út úr þessum heimsfaraldri.“ Heilbrigðisráðherrann viðurkenndi, að ekki væri farið eftir bólupassakerfinu á flestum stöðum.

Ísrael lýsti því upphaflega yfir, að Græni Passinn „væri fyrirboði þess, hvernig við hættum að vera með takmarkanir.“ Ísrael er með eitt hæsta COVID-19 bólusetningarhlutfall í heimi en um 78% þjóðarinnar 12 ára og eldri eru bólusett með Pfizer bóluefninu.

Times of Israel greindi frá því, að framkvæmdastjóri ísraelska heilbrigðisráðuneytisins, Nachman Ash, upplýsti um nýja bylgju kórónusmits skæðari þeim fyrri, sem gengi yfir landið. Ash sagði við stjórnarskrár- og dómsmálanefnd þingsins, að meira en 10.000 ný COVID-19 tilfelli hefðu greinst daginn áður og jákvætt hlutfall prófa færi hækkandi. „þetta er stærri kúfur en mælst hefur í fyrri bylgjum“ að meðtallinni mikilli þriðju bylgju í lok síðasta árs, sagði framkvæmdastjórinn.

Eigið eðlilegt viðnám eftir að hafa veikst af Covid er 27 sinnum árángursríkara en bóluefnin

Salman Zarka „covid-keisari“ Ísraels tilkynnti 4. september, að Ísrael undirbyggi fjórðu sprautuna með covid bóluefni. Ísraelar eldri en 60 ára byrjuðu að fá þriðju sprautuna þann 30. júlí.

„Í ljósi þess að vírusinn er hér og verður hér áfram, þá þurfum við einnig að undirbúa okkur fyrir fjórðu sprautuna“ sagði Zarka í viðtali við útvarpsstöðina Kan. Hann sagði, að næsta örvunarsprauta gæti innihaldið breytt bóluefni til að takast sérstaklega á við hið smitandi Delta-afbrigði.

„Þetta verður líf okkar héðan í frá – það gegnur í bylgjum“ sagði hann.

Rannsókn ísraelskra vísindamanna hefur leitt í ljós, að náttúrulegt viðnám vegna fyrri covid-sýkingu er 27 sinnum sterkara en COVID bóluefnin. 15 aðrar rannsóknir sýndu einnig fram á, að náttúrulegt ónæmi er betra en bóluefni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila