James Bond 007 ritskoðaður

Menningarbylting kommúnismans á Vesturlöndum skilur eftir sig stór skörð í menningargrunni Vesturlanda. Ekkert fær að vera í friði, Jesús steypt af stalli, náttúruleg lögmál ómerkt, kynþáttaofsóknir með öfugum formerkjum og svo framvegis. Það nýjasta núna er frétt um ritskoðun á sjálfum James Bond, 007.

Nýlega bárust þær fréttir, að bækur eftir breska rithöfundinn Roald Dahl verði framvegis ritskoðaðar með tilliti til „viðkvæmra orða.“ Dahl skrifaði heimsþekktar bækur eins og Kalli og súkkúlaðiverksmiðjan. Síðan kom röðin að einni af þekktustu persónu tuttugustu aldar – James Bond, njósnara 007.

„Tilfinningalesendur“ fengnir til að breyta texta Ian Fleming

James Bond verður 70 ára. Það var nefnilega árið 1953 sem fyrsta skáldsaga Ian Flemings, Casino Royale, leit dagsins ljós og ruddi brautina fyrir spennandi njósnasögur. Haldið er upp á afmælið í ár meðal annars með endurútgáfu á öllum 14 bókunum. Hins vegar með fyrirvara.

Bækurnar hafa rétt fyrir endurútgáfuna,hlotið vandlega yfirferð breskra svokallaðra tilfinningalesenda*. Þessir „tilfinningalesendur“ hafa nefnilega í samvinnu við útgefandann komist að þeirri niðurstöðu, að margt af því sem Ian Fleming skrifaði upphaflega, henti ekki lesendum nútímans.

Endurútgáfan inniheldur því meira og minna breyttan texta. Einstök orð, heilar setningar og lengri stykki falla brott í heild eða að hluta. Einnig er gert ráð fyrir, að rökstuðningurinn fyrir þessari endurvinnslu hljóði þannig:

„Þessi bók var skrifuð á þeim tíma þegar hugtök og skoðanir, sem gætu talist móðgandi af lesendum nútímans, voru algengar.“

Fjarlægja texta höfundar sem talinn er vera „neikvæður“

Dæmi um endurskoðaðan texta, sem Nya Dagbladet hefur fengið, er úr annarri skáldsögu Flemings, Lifum og deyjum „Live and Let Die“ frá 1954, þar sem Bond tjáir sig um hugsanlega glæpamenn í Afríku:

„Þeir eru ansi löghlýðnir náungar, held ég, nema þegar þeir hafa fengið sér of mikið í staupinu.“ Þessari setningu hefur verið breytt í „Þeir eru ansi löghlýðnir náungar held ég.“ Horfin er tilvísunin í drykkjuvenjur.

Talsmenn tilfinningalesenda halda því fram, að „bókmenntaleg gæði verks aukist til muna“ þegar það er skoðað og ritstýrt af öðrum frá „tiltekinni þjóð eða samfélagi sem höfundurinn skrifar um.“

Helen Wicks, forstjóri barnaverslunar hjá sænska Bonnier, er ein þeirra sem ver að „tilfinningalesendur“ eru látnir ritskoða bókmenntaverk:

„Við trúum því, að tilfinningalesendur geti gegnt mikilvægu hlutverki í framtíðarmiðaðri útgáfu sem sameinar.“

Bókaútgefendur saga greinina sem þeir sitja á

Gagnrýnendur saka hins vegar tilfinningalesendur um að vera „nýja siðferðilega dyraverði.“ Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er einn þeirra, sem gagnrýnir fyrirbærið harðlega fyrir að vera í anda Orwells og segir bókaútgefendur saga sundur greinina sem starfsemi þeirra hvílir á.

Bresku rithöfundarnir Anthony Horowitz og Kate Clanchy hafa einnig lýst yfir harðri gagnrýni á áhrif tilfinningalesturs á bækur sínar. Kate Clanchy sagði alfarið skilið við forlagið Picador í kjölfar deilna um hennar eigin endurminningar.

Michael G. Wilson og Barbara Broccoli hjá Eon Productions, sem framleiða James Bond myndirnar, hafa hingað til ekki valið að tjá sig um hina ritskoðuðu endurútgáfu á bókum Ian Fleming.

*„Tilfinningalesandi“ er nýtt orð sem lýsir því hlutverki að naflaskoða bókmenntaverk og sækjast eftir meintu móðgandi efni, staðalímyndum og fordómum. Ef tilfinningalega rangt efni finnst er búin til skýrsla til höfundar eða útgefanda með tillögum að breyttum texta.

Sjá nánar um Ian Fleming og bækur hans í grein Morgunblaðsins: Bond er í baksýnisspeglinum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila