Jimmie Åkesson formaður næst stærsta flokks Svíþjóðar útilokaður frá Nóbelveislunni 10. desember

Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, fær ekki að taka þátt í Nóbelshátíðinni í ár. Nóbelssjóðurinn greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Stjórnin heldur því fram, að viðskiptin hvíli á „mannúð og alþjóðahyggju.“

Nóbelnefndin hunsar 20,54 % kjósenda Svíþjóðar í nafni mannúðar

Svíþjóðardemókratar eru stærsti flokkurinn í grunni nýrrar hægristjórnar Svíþjóðar. Það er stefna SD sem mun að mestu stjórna Svíþjóð næstu fjögur árin. En það hjálpar ekki.

Jimmie Åkesson, leiðtogi SD, er ekki eins og öðrum formönnum stjórnmálaflokka á þingi boðið í Nóbelskvöldverðinn í ár. Stjórn Nóbelssjóðsins skrifar á heimasíðu sinni:

„Í ár hefur stjórn Nóbelssjóðsins ekki séð ástæðu til að endurskoða fyrri ákvörðun sína um að bjóða ekki flokksformanni Svíþjóðardemókrata á Nóbelshátíðina. Nóbelsverðlaunin hvíla á grundvelli virðingar fyrir vísindum, menningu, mannúð og alþjóðahyggju.“

„Sú virðing er líka grundvöllur þeirrar viðleitni sem er fagnað og viðurkennd þegar nóbelsverðlaunahafar og gestum alls staðar að úr heiminum er boðið á nóbelsverðlaunahátíðina og veislu þann 10. desember.“

Jimmie Åkesson hefur aldrei verið boðið í veisluna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila