John Kerry og Biden stjórnin í heilagri loftslags-krossferð gegn bændum

John Kerry er í heilagri krossferð gegn bændum og fjölskyldum þeirra. Loftslagskeisari Biden-stjórnarinnar segir, að landbúnaðurinn framleiði of mikið af gróðurhúsalofttegundum. Hann vill að því verði hætt „í baráttunni gegn loftslagskreppunni.“

Kerry hefur engar áhyggjur af því að bændur eru undirstaða matvælakeðjunnar. Glóbalistar hafa engar áhyggjur af slíku. Eins og margir vita, þá á að leggja niður yfir 3 000 búgarða í Hollandi í nafni loftslagsguðsins. Það er skammgóður vermir að vera eigandi að einhverjum þeirra eða starfsmaður. Þessi geðveiki kemur á sama tíma og verðbólgan æðir áfram í Evrópu. Verið er að leggja niður matvælaframleiðslu til að berjast gegn hamfarahlýnun. Hvað kemur síðan þegar ekki er til nægjanlegur matur fyrir alla?

Spáði því árið 2009 að norðurskautið yrði íslaust árið 2014

Hversu mikið er að marka bullið í þessum sjálfskipaða loftslagsguði kemur í ljós, þegar spá hans frá 2009 er skoðuð. Kerry fullyrti í augnsýn alheims, að norðurskautið yrði íslaust árið 2014. 9 ár hafa liðið síðan ísinn átti að vera horfinn samkvæmt Kerry. Ísinn er enn og John Kerry líka. En það stoppar hann ekki í að halda bullinu áfram.

FOX News greinir frá: Kerry harmaði, að landbúnaðarframleiðslan ein og sér skapar 33% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum, með þeim rökum að minnkun þessarar losunar verði að vera „í fararbroddi og miðpunktur“ baráttunnar að vinna bug á hlýnun jarðar. Þetta sagði hann á loftslagsráðstefnu landbúnaðarráðuneytisins.

Segir bændur ábyrga fyrir hlýnun jarðar

Fyrrverandi utanríkisráðherrann lýsti einnig yfir að „loftslagssnjall landbúnaður“ væri hugsanleg lausn:

„Margir hafa ekki hugmynd um, að landbúnaður stendur fyrir um 33% af allri losun heimsins. Við náum ekki niður að núlli, við náum þessu verki ekki nema landbúnaðurinn sé í fyrirrúmi sem hluti lausnarinnar. Þannig að við skiljum öll hér dýpt þessa verkefnis.“

„Matvælakerfið sjálft leggur til talsvert magn af losun á þann hátt sem við gerum það sem við höfum verið að gera. Með vaxandi fólksfjölda á jörðinni – við erum nýkomin yfir þröskuld 8 milljarða borgara um allan heim – er því spáð, að losun frá matvælakerfinu einu sér muni valda um hálfri gráðu hlýnun um miðja öld“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila