John N. Kennedy: „Ef Biden væri forseti yfir Sahara eyðimörkinni myndi sandurinn klárast“

Öldungadeildarþingmaðurinn John Neely Kennedy (ekkert skyldur Kennedy-fjölskyldunni) kemur frá Louisina, þar sem hann var áður fjármálaráðherra (mynd skjáskot rumble).

Árleg ráðstefna Íhaldsmanna í Bandaríkjunum var haldin í Washington í síðustu viku og töluðu fjölmargir þjóðkunnir og jafnvel heimsþekktir stjórnmálamenn og aðgerðarsinnar á ráðstefnunni. Einn þeirra, öldungadeildarþingmaðurinn John Neely Kennedy veittist harðlega að ríkisstjórn Joe Biden og forsetanum sjálfum.

Kennedy hefur starfað ötullega og málefnalega allan sinn tíma í öldungadeildinni með töluverðum „þurrum húmor“ m.a. í viðtölum við fréttamenn. En núna sýndi hann bestu hliðina á sér í samlíkingu Joe Biden og hörmulegri stjórn hans sem allir geta skilið. Eftir að sjá myndbútinn neðar á síðunni er erfitt annað en að kinka kolli til samþykkis og hlægja. Kennedy sagði m.a. eftirfarandi:

„Hlustið núna vandlega á mig: Sannleikurinn er sá að ég hata engan. Ég leita náðar hvar sem ég finn hana. Svo ég segi þetta á blíðan hátt – Biden-stjórnin er ömurleg. Það er mælanlegt í öllum málum: COVID, efnahagskerfið, verðbólgan, þjóðarskuldirnar, landamærin, glæpastarfsemin, rétttrúnaðurinn, komið er fram við foreldra eins og innlenda hryðjuverkamenn, Afganistan, glatað orkusjálfstæði….Guð minn góður!“

„Biden forseti hefur verið einstaklega ömurlegur. Ef Biden væri forseti yfir Sahara-eyðimörkinni þá myndi sandurinn klárast. Ef geimverur myndu lenda í Washington D.C. á morgun og segja: „Farið með mig til leiðtogans ykkar“ þá yrði það vandræðalegt.“

Sjaldan hafa sannari orð verið sögð. Þó að þetta sé fyndið er það samtímis skelfilegt, vegna þess að allur heimurinn hlær líka að Bandaríkjunum vegna hins elliæra forseta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila