Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar:
Það er furðulegt að nær helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hyggist samkvæmt könnun Morgunblaðsins kjósa Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands í komandi kosningum.
Þessi kona hefur verið í forystu þeirra sem hafa árum saman hindrað virkjun okkar náttúruvænu orku til rafmagnsframleiðslu í landinu, þannig að nú þurfum við að framleiða raforku með olíu. Í orku fallvatna og jarðvarma felast einhverjar verðmætustu auðlindir landsins.
Svo hefur hún verið í forystu fyrir þá landsmenn sem hafa viljað drepa börn í móðurkviði alveg fram að fæðingu.