Kamala Harris talaði um að „fækka íbúum“ í loftslagsræðu

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu um loftslagsmál að nauðsynlegt væri að „fækka íbúum.“ Þetta hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. En Hvíta húsið heldur því fram eftir á, að hún hafi ætlað að segja „draga úr mengun.“

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, talaði um baráttuna gegn loftslagsbreytingum og uppbyggingu hreinræktaðs orkuefnahagslífs í Coppin State háskóla. Hún kom með skilaboð sem fékk marga viðstadda til að lyfta augabrúnum. Hún sagði við fagnaðarlæti áheyrenda:

„Þegar við fjárfestum í hreinni orku og rafknúnum farartækjum og fækkum íbúum, þá geta fleiri börn okkar andað að sér hreinu lofti og drukkið hreint vatn.“

Ummæli hennar um að „fækka íbúum“ hafa valdið hörðum viðbrögðum margra á samfélagsmiðlum. Hvíta húsið hefur reynt að klóra í bakkann eftir á til að breyta orðum varaforsetans. Hvíta húsið og Forbes fullyrða að hún hafi ætlað að segja „mengun í stað íbúa.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila