Kanada takmarkar málfrelsið – Musk ævareiður


Ríkisstjórn Justin Trudeau samþykkti nýlega ritskoðunarlög fyrir Internet „Online Streaming Act“ þar sem þess er krafist, að hver sem framleiðir og gefur út podcast skrái sig hjá kanadísku útvarps- og fjarskiptanefndinni „Canadian Radio-television and Telecommunications Commission“ CRTC.

Ríkisstjórnin heldur því fram, að reglugerðin muni „tryggja að streymisþjónustur á netinu verði gert kleift að kom með þýðingarmikið framlag til kanadísks og innlends efnis.“ Gagnrýnendur óttast hins vegar, að reglurnar séu bara það nýjasta frá yfirvöldum til að ná stjórn á því sem Kanadamenn fá að sjá og heyra á netinu.

Samkvæmt nýjum reglum CRTC verða podcast framleiðendur sem uppfylla ákveðin skilyrði að „veita upplýsingar um starfsemi sína í Kanada.“ Netstreymisþjónusta sem starfar í Kanada og býður upp á hljóð- eða myndefni sem skilar 10 milljónum dala eða meira í árstekjur verður að fylla út skráningareyðublað fyrir 28. nóvember. Sagt er að sú krafa sé bara í fyrsta skipti til að safna grunnupplýsingum.

Netstreymislögin voru samþykkt fyrr á þessu ári og hafa hlotið harða gagnrýni. Yfirvöld segja, að lögin muni kynna kanadískt efni fram yfir efni, sem ekki er kanadískt. Segja þau einnig. að lögin muni tryggja jafnari dreifingu efnis miðað við kyn, þjóðern og tengdra „jaðarhópa.“

Tveir sem hafa brugðust við lögunum eru Elon Musk og Jordan B Peterson samanber X hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila