Kanadaþing hyllir Zelenskí og 98 ára SS-nasista sem stundaði stríðsglæpi

Eftir heimsókn sína til Sameinuðu þjóðanna og Washington, þar sem Zelenskí forseti Úkraínu ræddi um möguleika þess að Úkraína tapaði stríðinu nema hann fengi meira fé og vopn, þá flaug hann til Kanada, þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur sem meginmiðlar básúna út um allan heim.

Associated Press greindi frá:

„Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu, hvatti Kanada á föstudag til að standa með landi sínu fram til sigurs þegar hann fór á kanadíska þingið til að efla stuðning vestrænna bandamanna við stríð Úkraínu gegn rússnesku innrásinni.“

Zelensky flaug til höfuðborgar Kanada seint á fimmtudag eftir fundi með Joe Biden forseta og þingmönnum í Washington. Hann talaði á ársfundi Sameinuðu þjóðanna s.l. miðvikudag. Í ræðu sinni á Kanadaþingi sagði Zelenskí:

„Moskva verður að tapa í eitt skipti fyrir öll – Og þeir munu tapa“

Zelenskí sagði að Kanada hafi alltaf verið á „björtu hliðinni í sögunni“ og var ræða hans „rofin sjö sinnum af dynjandi lófataki.“ Það sem AP greindi ekki frá og breytti eftir á vekur hins vegar athygli samanber frétt miðilsins Áfram „Forward“:

„Kanadíska þingið hyllti 98 ára gamlan innflytjanda frá Úkraínu með dynjandi lófaklappi sem barðist í hersveit þriðja ríkisins og er sakaður um stríðsglæpi.“

Myndin er ein af nokkrum myndum á bloggsíðu SS Galichina sem sýnir Yaroslav Hunka, úkraínska innflytjandann sem heiðraður var af kanadíska þinginu í heimsókn Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu. Hunka er í fremstu röð fyrir miðju.

Forseti þingsins hyllti SS-nasistann Yroslav Hunka

„Anthony Rota, forseti neðri deildar Kanadaþings, líkti Zelenskí við Winston Churchill og kynnti öldung frá seinni heimsstyrjöldinni sem barðist fyrir sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum og heldur áfram að styðja hermennina í dag, jafnvel þegar hann er 98 ára gamall.“

Yfirskrift AP (sem var eytt síðar) lýsti því, að Hunka hefði „barist með fyrstu úkraínsku deildinni í seinni heimsstyrjöldinni áður en hann fluttist til Kanada.“ Fyrsta úkraínska deildin er annað nafn á 14. vopnaskyttudeild „Waffen-grenader deild“ SS, hernaðararms nasistaflokksins; sveitin var einnig kölluð SS Galichina.

Fékk hrós af Himmler fyrir „viljann að slátra Pólverjum“

„SS Galichina var stofnað árið 1943 og var skipað nýliðum frá Galisíu svæðinu í vesturhluta Úkraínu. Sveitin var vopnuð og þjálfuð af nasistum og undir stjórn þýskra yfirmanna. Árið 1944 heimsótti deildin Heinrich Himmler, yfirmann SS, sem talaði um vilja hermannanna til að slátra Pólverjum.“

Þremur mánuðum áður frömdu undirsrveitir SS Galichina Huta Pieniacka fjöldamorðin og brenndu 500 til 1.000 pólska þorpsbúa lifandi. Í Nürnberg-réttarhöldunum lýsti Alþjóðaherdómstóllinn því yfir, að Waffen-SS væri glæpasamtök sem bera ábyrgð á fjölda grimmdarverkum:

„ofsóknum og útrýmingu á gyðingum, grimmd og morðum í fangabúðum, ofurvaldbeitingu á hernumdum svæðum, stjórnun áætlunar um þrælavinnu og slæma meðferð og morðum á föngum.“

Kanada reisti tvo minnisvarða um afrek SS

Kanada hefur reist tvo minnisvarða um SS, einn fyrir utan Toronto, annan í Edmonton. Samtök kanadískra gyðinga hafa lengi kallað eftir því að minnisvarðarnir verði fjarlægðir.

Hér að neðan má sjá brot á hyllingu Kanada á Zelenskí og SS stríðsglæpamanninum og þar fyrir neðan mótmæli fyrir utan þinghúsið gegn Zelenskí.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila