Kathy Griffin bönnuð frá Twitter – gaf sig út fyrir að vera Elon Musk

Bandaríska leikaranum Kathy Griffin, sem hélt uppi afskornu höfði Donald Trump fyrir nokkrum árum, hefur verið bönnuð á Twitter eftir að hún breytti nafni sínu í Elon Musk og gaf sig út fyrir að vera eigandi Twitter. Samkvæmt Hollywood Reporter skrifaði Kathy Griffin í færslu á Twitter:

„Eftir miklar líflegar umræður við konurnar í lífi mínu hef ég ákveðið að kjósa blátt (demókrata /gs), vegna þess að þeirra val er hið eina rétta (þær eru líka kynþokkafullar konur by the way).“

Á reikningi hennar á Twitter segir núna:

„Reikningnum er lokað tímabundið. Twitter lokar reikningum tímabundið, sem brjóta reglur Twitter.“

Kathy Griffin hélt uppi afskornu blóðugu höfði Donald Trump, í mótmælaskyni við þáverandi forseta ár 2017 og fór sú mynd á örstundu um gjörvallan heim. Elon Musk skrifar í athugasemd:

„Framvegis verður öllum Twitter reikningum þeirra endanlega lokað, sem stunda auðkennisþjófnað án þess að tilgreina með skýrum hætti að um „skopstælingu“ sé að ræða.“

„Áður fyrr gáfum við út viðvörun áður en reikningi var lokað, en nú þegar við erum að setja út alhliða sannprófun verður engin viðvörun gefin. Þetta verður greinilega sýnt sem skilyrði fyrir skráningu á Twitter Blue.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila