Kína áætlar að taka yfir Bagram flugherstöðina sem Bandaríkjamenn yfirgáfu – hæðast óspart að Bandaríkjunum

(Mynd TGP)

Slökktu ljósið og laumuðust í burtu án þess að láta nokkurn vita

Eftir næstum 20 ár í Afganistan slökktu Bandaríkjamenn á rafmagninu og laumuðu sér burtu frá Bagram flugstöðinni í skugga nætur í júlímánuði, án þess að láta afganskann yfirmann stöðvarinnar vita, sem uppgötvaði leynilega brottför Bandaríkjamanna fyrst rúmum tveimur tímum eftir að þeir voru horfnir á braut.

Talibanar tóku fljótlega stjórn á Bagram flugstöðinni strax norður af Kabúl og slepptu þúsundum hryðjuverkamanna lausum þann 15. ágúst, sem voru í fangelsi á flugstöðinni. Bandaríkjamenn og Afganar skildu eftir nútíma vopn fyrir Talibananana, einkennisbúninga, matarbirgðir og jafnvel íþróttadrykki.

Kínverskir hershöfðingjar leka upplýsingum um yfirtöku Kína á Bagram flugherstöðinni

Fréttir berast að Kína gæti tekið yfir flugvöllinn og herstöðina – Kína neitar fréttunum. Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir, að Kína hafi hagsmuni af Bagram. Skv. US News og World Report:

„Kínverjar íhuga að senda herafla og efnahagssérfræðinga á flugvöllinn í Bagram, sem er einna mest áberandi tákn yfir 20 ára viðveru Bandaríkjahers í Afganistan.

Að sögn heimildarmanns US News sögðu kínverskir herforingjar, sem ekki vildu láta nafn síns getið, að kínverski herinn er nú að gera hagkvæmnisrannsókn á áhrifum þess að senda starfsmenn, hermenn og annað starfsfólk á næstu árum til Bagram og tengja verkefnið við erlenda fjárfestingaráætlun Belti & braut.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins gaf út vandlega unna áætlun í vikunni um fyrirhugaða yfirtöku á herflugvellinum um klukkustundar akstur norður af Kabúl. Upprunalega byggðu Sovétríkin flugvöllinn, þegar þeir hernámu Afganistan og í nærveru bandaríska hersins var flugvöllurinn einn sá annasamasti í heimi.“

Kína hæðast að Bandaríkjamönnum – segja Talibana gera leikvöll úr grafreit stórvelda og stríðstækja þeirra

Kommúnistar strá salti í sárin og velta sér upp úr klúðri Joe Biden – láta kné fylgja kviði til að niðurlægja Bandaríkjamenn

Ríkismiðill kommúnista í Kína, Xinhua News, hæðist grimmilega að og niðurlægir Bandaríkin á allan hugsanlegan hátt í þriggja mínútna löngu myndbandi, sem deilt var á samfélagsmiðlum:

„Þegar þér finnst lífið ekki vera að ganga, hugsaðu þá bara: Á 20 árum í tíð fjögurra forseta Bandaríkjanna, fyrir 2 trilljónir dollara, líf 2.300 hermanna … þá breyttist stjórn Afganistan…. úr Talibönum …í Talibana.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila