Kjarnorkustríð Bandaríkjanna og Rússlands myndi drepa 5 milljarða af hungursneyð einni saman

Ef spennan á milli Rússlands og Bandaríkjanna kveikir alhliða kjarnorkustríð milli stórveldanna, þá myndu meira en fimm milljarðar manna deyja úr hungri samkvæmt nýrri rannsókn, sem birt er í tímaritinu Nature Food.

Gerðu líkan sem sýnir hversu mikið sót kastast inn í andrúmsloft jarðar

Vísindamenn við Rutgers háskóla gerðu líkan af því magni sóts, sem myndi kastast inn í andrúmsloft jarðar í ýmsum atburðarásum kjarnorkustríðs, allt frá minni styrjöld milli Indlands og Pakistan til allsherjar stríðs milli Rússlands og Bandaríkjanna.

Tiltölulega „hóflegt stríð“ Indlands og Pakistan myndi draga úr meðalhitaeiningaframleiðslu heimsins um 7% fyrstu fimm árin, sem er meira en nokkur röskun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir hingað til. „Jafnvel fyrir svæðisbundið kjarnorkustríð gætu stórir hlutar heimsins þjáðst af hungursneyð“ segja höfundar rannsóknarinnar.

75 % mannkyns myndu deyja innan tveggja ára

Stærsta stríðið milli Bandaríkjanna og Rússlands myndu eyðileggja matvælaframleiðslu heimsins – minnka hana um 90% innan þriggja til fjögurra ára eftir að sprengingunum hætti, segja vísindamennirnir. 75 % mannkyns myndu deyja eftir tvö ár.

Til viðbótar við minni uppskeru, voru gerðar tilraunir með Rutgers líkani til að sýna útflutningstakmarkanir sem og mótvægisaðgerðir með fæðu fólks. Eins hrikaleg mynd og rannsóknin sýnir, þá er hún vanmetin. Lili Zia aðstoðarprófessor Rutgers segir við Sky News:

„Ósonlagið myndi eyðileggjast með upphitun heiðhvolfsins, sem skapar meiri útfjólubláa geislun á yfirborðinu og við verðum að skilja þau áhrif á matvælabirgðir.“

Kínverjar byggja a.m.k. 1000 kjarnorkuvopn fyrir 2030

Vísindamenn tóku ekki með í reikninginn þær breytingar á áburði og matarbirgðum, sem væru umtalsverðar. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varaði við því, að mannkynið væri „aðeins einum mistökum frá kjarnorkustríði.“

Strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti, að hann hefði skipað kjarnorkuherjum sínum að „vera í viðbragðsstöðu.“

Í allri umræðunni um Rússland má ekki gleyma aukinni spennu á milli Bandaríkjanna og annarra kjarnorkuvelda. The New York Times greindi frá í júní:

„Síðastliðið sumar tóku hundruð nýrra eldflaugasílóa að birtast í kínversku eyðimörkinni. Pentagon lýsti því yfir, að Peking, sem lengi hafði sagt að það þyrfti aðeins „lágmarks fælingarmátt“ ætlaði að byggja upp vopnabúr með „að minnsta kosti“ 1.000 kjarnorkuvopnum fyrir árið 2030.“

Bandaríkjamenn ögra Kína með áframhaldandi heimsóknum þingmanna til Taívan

Á sama tíma og rétt eftir að hlutirnir voru að byrja að róast eftir heimsókn Nancy Pelosi þingforseta til Taívan, þá kom önnur áður ótilkynnt sendinefnd fimm bandarískra þingmanna til Taívan nýlega. Það vakti enn frekari reiði Kínverja, sem hófu að nýju heræfingar nálægt Taívan.

Með hliðsjón af hræðilegri útkomu Rutgers-rannsóknarinnar þá stóð eitt land upp úr með betri afkomu en önnur lönd: Ástralía. Kaloríuframleiðsla Ástralíu minnkaði aðeins lítillega eða sýndi jafnvel aukningu. Rannsakendur sögðu, að flóttamenn frá Asíu myndu sitja um landið, þannig að Ástralir myndu þá óska sér að eiga fleiri riffla, haglabyssur og skammbyssur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila