Kjósendur í Bandaríkjunum segja stóru fjölmiðlana hættulega lýðræðinu

59 % aðspurðra skráðra kjósenda í Bandaríkjunum svara því í könnun, að þeir líti á megin fjölmiðla sem mikla ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum.

59% segja hefðbundna fjölmiðla „mikla ógn við lýðræðið“

Í könnuninni, sem unnin var af New York Times og Siena College, svöruðu 793 skráðir kjósendur ýmsum spurningum, þar á meðal hvort þeir telja fjölmiðla hafa áhrif á lýðræðið í Bandaríkjunum. Allt að 59 % kjósenda sögðu, að þeir líta á hefðbundna fjölmiðla sem „mikla ógn við lýðræðið.“

25 % svara að þeir líti á megin fjölmiðla sem „litla ógn“ og aðeins 15 % svara því, að fjölmiðlarnir séu engin ógn við lýðræðið.

Athygli vekur, að afstaðan til fjölmiðla er mjög ólík eftir kjósendahópum. 87 % þeirra sem kusu Donald Trump árið 2020 telja fjölmiðla mikla ógn – á meðan aðeins 33 % kjósenda Joe Biden í kosningunum hafa þá skoðun.

Ennfremur telja heil 71 % kjósenda að lýðræðinu sé „ógnað“ – en aðeins 7 % líta á ógnina við lýðræðið sem mikilvægt mál í komandi miðkjörfundarkosningum.

Vegna takmarkaðs fjölda þátttakenda eru skekkjumörk könnunarinnar 4 %, sem þýðir að það er tölfræðilega öruggt, að meirihluti kjósenda líti á stóru fjölmiðlana sem mikla ógn við lýðræðið.

Samkvæmt nýlega birtri árlegri Gallup skoðanakönnun kemur einnig í ljós að aðeins 34 % Bandaríkjamanna trúa því, að helstu fjölmiðlafyrirtækin greini frá atburðum líðandi stundar „fullkomlega, hárrétt og á sanngjarnan hátt“ – sem er næst minnsta traust allra tíma.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila