Klaus Schwab reynir að hylja tengsl WEF við Sam Bankman-Fried

Yfirglóbalistinn Klaus Schwab t.v. og heimasíðan með kynningu á FTX t.h. á heimasíðu World Economic Forum sem núna er búið að fjarlægja (mynd WEF, tölvuskjáskot).

Yfir milljarður dollara hafa horfið

World Economic Forum, WEF, reynir að fela fyrri tengsl sín við Sam Bankman-Fried stofnanda stafrænu verðbréfahallarinnar FTX. New York Post greinir frá.

Að minnsta kosti milljarður dollara hefur horfið í gjaldþroti FTX-kauphallarinnar. Sam Bankman-Fried er sakaður um að vera mikill fjármálasvikari.

Stofnandi FTX, sem núna er þrítugur, hefur grætt nokkra milljarða á stafrænum gjaldmiðlum og var annar stærsti fjárgjafi til demókrata og bandarískra vinstriöfgahreyfinga á eftir George Soros.

Samtökin World Economic Forum, WEF, undir forystu glóbalistans Klaus Schwab voru áður með sérstaka síðu á vefsíðu sinni fyrir FTX sem var kynnt sem „samstarfsaðili.“ Sam Bankman-Fried sjálfur var með á síðasta alþjóðafundi WEF í Davos í maí.

En eftir að FTX varð gjaldþrota og hneykslið varð staðreynd, hefur WEF eytt öllum upplýsingum um FTX af vefsíðu sinni, skrifar New York Post. WEF hefur ekki tjáð sig um, hvers vegna upplýsingarnar eru ekki lengur á heimasíðu þeirra, að sögn blaðsins.

Ein af mörgum myndum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum af Sam Bankman-Fried. Hér er hann á mynd með Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands á Bahamaeyjum í fyrra.

Sam Bankman-Fried viðurkennir að FTX er peningaþvottamaskína fyrir úkraínsk stjórnvöld

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila