Koma þarf Hamas frá völdum – Hamas finnst eðlilegt að fórna lífi almennra borgara

Það er mjög nauðsynlegt til þess að friður komist á í Palestínu að Hamas verði komið frá völdum. Arababandalagið á að beita sér fyrir því að Hamas leggi niður vopn og yfirgefi svæðið. Þetta segir Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og guðfræðingur en hann var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Birgir segir að nágrannaríkin eins og Egyptaland beri ákveðna ábyrgð því þeir hafi neitað að hleypa fólki frá Palestínu og inn í Egyptaland. Birgir sem fundaði með ráðamönnum í Rammalah í Palestínu segir að á þeim fundi hafi komið fram að ráðamenn í Palstínu hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum með Egypta fyrir að hleypa ekki Palestínumönnum á flótta yfir til Egyptalands. Þannig hefði verið´hægt að forða saklausu fólki frá þeim hörmungum sem eru að eiga sér stað í Palestínu.

Ekki friður fyrr en Hamas fer frá völdum

Hann segist telja að Ísraelsmenn muni ekki hætta hernaði sínum á Gaza fyrr en Bandaríkjamenn segi þeim að hætta. Ísraelsmenn muni ekki hætta aðgerðum sínum fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Hann segist vonast til þess að næstu samningaviðræður um að gíslum verði sleppt muni bera árangur. Þá segir Birgir að honum finnst ekki nægileg áhersla lögð á að Hamas fari frá völdum því það muni aldrei komast á friður á svæðinu fyrr en þau fari frá völdum.

Trúverðugar frásagnir um að Hamas haldi til á sjúkrahúsum

Hann segist efast um að frásagnir af könnunum sem gefi til kynna að meirihluti Palestínumanna sé hlynntur árásunum á Ísrael séu réttar. Þegar Birgir heimsótti Palestínu hafi hann tekið eftir því að Hamasliðar voru ekki sérlega vinsælir meðal hins almenna Palestínumanns. Birgir segir að hann hafi séð viðtal arabískrar fréttastofu í sjónvarpinu við eldri Palestínumann sem lá á sjúkrahúsi eftir að hafa særst í átökunum. Palestínumaðurinn sagði í viðtalinu að á sjúkrahúsinu væru Hamas liðar að fela sig og þeim væri nær að fara til helvítis og fela sig þar.

Hamas finnst eðlilegt að fórna lífi almennra borgara

Birgir segir ljóst að Hamas liðar skeyti engu um líf eigin borgara og það hafi komið berlega í ljós þegar Hamas liði var spurður að því í fréttaviðtali hvort Hamas hefði ekki gert sér grein fyrir hverjar afleiðingarar yrðu fyrir almenna borgara í Palestínu þegar Hamas réðist á Ísrael. Hamasliðinn svaraði því til að þeir hefðu gert sér fulla grein fyrir því og bætt við að það yrði að fórna lífum almennra borgara til þess að sigra Ísrael.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila