Kona stóð upp og kallaði yfir allt fólkið í kirkjunni

Gunnar Karl Halldórsson skrifar:

Fyrir þrjátíu árum fékk Ástþór Magnússon andlega vakningu og sýnir sem urðu til þess að hann gekk frá blómlegu fyrirtæki, seldi einkaþotuna og stofnaði samtökin Friður 2000. Lagði fjármuni sína og framtíð í Guðs hendur og gerðist boðberi heimsfriðar. Í áratugi hefur Ástþór síðan barist gegn miklu andstreymi með friðarvakningu til Íslensku þjóðarinnar.

Því miður laðar velgengni stundum að sér undirmáls fólk sem reynir að nýta sér góð verk annarra í vafasömum tilgangi. Í þrjá áratugi hafa valdaklíkur reynt að grafa undan friðarboðskapnum með ómaklegum árásum á Ástþór í lágkúrulegum slúðurmiðlum.

Nýjasta útspilið er lygasaga birt af DV og Heimildinni eftir einhverjum Steinþóri Bjarna Grímssyni sem kallar sig Fjölnir tölvuþjónustu og sem reyndi að svíkja út peninga frá Friði 2000 fyrir 19 árum með tilhæfulausum reikningi. Steinþór var með fjármál sín í ólestri, skuldahala á eftir sér og fasteign sína að Rauðalæk 33 á nauðungaruppboði sem kannski varð til þess að hann reyndi að svíkja út peninga frá friðarsamtökum. Endurtekur síðan leikinn nú 19 árum síðar með fjárkúgunartilburðum við starfsfólk forsetaframboðs Ástþórs Magnússonar og tugum árása á vefsíður framboðsins undanfarnar vikur. Þegar fjárkúgun gegn Ástþóri mistókst ræðst hann einnig á annan forsetaframbjóðanda með álíka söguburði.

Ekki er vitað um neinar óuppgerðar kröfur hjá Friði 2000, Ástþóri eða fyrirtækjum hans, enda allir reikningar sem þangað eru sendir greiddir skilvíslega. Félögin eru með skráð lögheimili, vefsíður, símanúmer, netfang og starfsstöðvar á Íslandi. Allt venjulegt fólk sem er með kveikt á perunni hefur þannig samband og fær sínar réttmætu kröfur greiddar umsvifalaust. Fyrirtæki Ástþórs eru skráð í fyrsta lánshæfisflokk Lánstraust og skuldlaus. Þær tilhæfulausu gróusögur sem slúðurberarnir DV og Heimildin dreifa í dag undirstrikar baráttuna milli góðs og ills í aðdraganda mestu stríðshörmunga sem mannkynið mun upplifa.

Haft var eftir öðrum frambjóðanda í vikunni að hans helsta fyrirmynd í lífinu væri “Jesús Kristur, enda var hann sannur leiðtogi. Ástæðurnar eru nánar þessar:” og þar er m.a. skrifað: “Hann reis upp gegn spilltu peningaveldi”, “Boðaði fagnaðarerindið þrátt fyrir ógn og hótanir”, “Bugaðist ekki við yfirheyrslu dómarans”, “Andmælti falskenningum áhrifamikilla manna”, “Benti á hræsni farísea og fræðimanna”, Hafði mörg tækifæri til að hörfa, hætta við, umorða boðskap sinn en gerði það ekki”. Lestu bók Ástþórs Magnússonar Virkjum Bessastaði og þá sjást ótrúlegar samlíkingar því hann spáði fyrir um efnahagshrun, stríð, og sagði forsetann hafa málsskotsrétt þótt fræðimenn segðu annað fyrir 28 árum. Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn, varpað í fangelsi og hótað 16 ára fangavist lét Ástþór aldrei bugast í sinni baráttu fyrir heimsfriði og er hér enn eftir 28 ár að reyna að vekja okkur til friðarmála.

Ég varð vitni að því eftir guðþjónustu í Smárakirkju s.l. sunnudag þegar kona stóð upp og kallaði yfir allt fólkið í kirkjunni: “Kjósið mann friðarins Ástþór. Það er til spádómur um hann”.

Tek undir það sem Ástþór segir sjálfur á vefnum nuna.is, “í komandi forsetakosningum er aðeins val um tvennt, stríð eða frið”.

Gunnar Karl Halldórsson

Höfundur er starfsmaður í prentsmiðju

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila